Harka færist í baráttuna um framtíð Cocoa Puffs á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 21. október 2021 08:00 Fjölmargir reyndu að birgja sig upp af morgunkorninu þegar greint var frá endalokunum. Vísir/Vilhelm Aðdáendur Cocoa Puffs vöknuðu upp við vondan draum í lok mars þegar umboðsaðili morgunkornsins tilkynnti að það yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Meira en hálfu ári síðar er enn hægt að fá súkkulaðikúlurnar í völdum verslunum en óvissa ríkir um framtíðina. Heilbrigðiseftirlitið hefur krafist þess að varan verði endanlega tekin úr sölu. Forsvarsmenn verslana segja málið hið dularfyllsta og draga í efa að óleyfileg efni sé í raun að finna í morgunkorninu. Mikil vinna hefur farið í að reyna að tryggja framtíð þessarar vinsælu vöru á íslenskum eldhúsbekkjum og stendur ekki til að gefast upp svo auðveldlega. Samkvæmt heimildum Vísis hafa sérfræðingar verið kallaðir til, útsendarar virkjaðir vestanhafs og morgunkornspakkar sendir á erlenda rannsóknarstofu til greiningar. Þá íhugar minnst ein verslunarkeðja að kanna réttarstöðu sína. Stutt bréf velti þungu hlassi Cocoa Puffs er framleitt af bandaríska matvælafyrirtækinu General Mills og hefur verið flutt inn til Íslands af heildversluninni Nathan & Olsen. Morgunkornið hefur verið illfáanlegt í Evrópu til fjölda ára og verið sérpakkað í Bandaríkjunum fyrir íslenskan markað. Í bréfi sem General Mills sendi heildversluninni í lok mars segir að ný uppskrift, sem innihaldi nú náttúrleg litarefni, samræmist ekki matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu. Ekki er tilgreint hvaða efni um ræðir en í dag eru tvö litarefni tilgreind í innihaldslýsingu morgunkornsins: karamellulitur (e. caramel color) og annattó (e. annatto extract). Bréfið afdrifaríka sem barst frá skrifstofu General Mills í Swiss. Héldu ótrauð áfram Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa, segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið undrandi þegar innflutningsaðilinn tilkynnti óvænt að varan væri nú óleyfileg á Íslandi. Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Samkaupum.Samkaup Samkaup, sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Nettó og Krambúðarinnar, hafa um árabil flutt inn sérstærðir af Cocoa Puffs beint frá Bandaríkjunum. Þegar tilkynningin barst frá Nathan & Olsen leitaðist keðjan við að fá sjálfstæða staðfestingu á því að varan væri óleyfileg og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. „Við höfðum samband við aðilann sem við kaupum vöruna af í Bandaríkjunum og báðum þá um að afla upplýsinga um hvort það hafi orðið einhver breyting á litarefnum eða öðru sem hefði hugsanlega ekki verið tilkynningarskylt í Bandaríkjunum. Svo var ekki og það var aðalástæðan fyrir því að við héldum áfram innflutningi eftir þessa tilkynningu frá Nathan & Olsen,“ segir Stefán. Það kom því á óvart þegar höfuðstöðvum Samkaupa í Reykjanesbæ barst bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þann 13. október þar sem farið er fram á að Cocoa Puffs verði tekið úr sölu. Við höfðum aldrei nokkurn tímann fengið athugasemd né ábendingar hvorki frá heilbrigðiseftirlitinu eða Matvælastofnun um að þessi vara væri bönnuð, hvorki fyrir tilkynningu Nathan & Olsen né eftir. Í bréfinu frá heilbrigðiseftirlitinu er staðhæft að varan sé óleyfileg á íslenskum markaði. Vilja frekari skýringar Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs sendi sambærilegt bréf til Kostar fyrir um sjö vikum þar sem þess er krafist að morgunkornið yrði tekin úr sölu. Tómas Gerald Sullenberger, eigandi netverslunarinnar, segir þörf á frekari skýringum áður en ákveðið verður hvort Cocoa Puffs verði endanlega tekið úr vöruúrvalinu. Varan hafi verið uppseld í nokkurn tíma hjá versluninni og notið mikilla vinsælda. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun varð sú breyting gerð í fyrra að óleyfilegt varð að nota litarefnið E160b (annatto bixin, norbixin) í matvælum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þess í stað var litarefnið í raun skilgreint sem tvö aðskilin efni, annars vegar E160b(i) (Annatto bixin) og hins vegar E160b(ii) (Annatto norbixin). Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá stofnuninni, er einungis er leyfilegt að nota síðarnefnda efnið í útblásið morgunkorn á borð við Cocoa Puffs. Telur að framleiðandinn viti ekki sjálfur hvort efnið sé til staðar Tómas segir að þessi staða flæki málin til muna þar sem misræmi sé í aukaefnaskilgreiningum Bandaríkjamanna og Evrópubúa. „Menn vilja meina að litarefnið sem sé bannað sé í þessari vöru en hins vegar kemur það hvergi fram á vörunni sjálfri,“ segir Tómas, eigandi Kostar. Ég er búinn að tala við framleiðandann General Mills og annað hvort geta þeir ekki eða vilja ekki segja mér hvor tegundin er í þessari vöru. Þá hefur Tómas jafnvel fengið þá skýringu að framleiðandinn viti ekki svarið þar sem litarefnið komi frá þriðja aðila og ekki sé gerð krafa um það í Bandaríkjunum að skilgreina Annattó sem tvö aðskilin efni. „Efnið sem er bannað er annað hvort í vörunni eða ekki, og þangað til við fáum úrskurðað um þetta þá erum við ekki að fara að taka ákvörðun alveg strax,“ segir Tómas. Bandarísk innihaldslýsing Cocoa Puffs Whole Grain Corn, Sugar, Rice Flour, Corn Syrup, Cocoa Processed with Alkali, Canola Oil, Salt, Color (caramel color and annatto extract), Baking Soda, Natural Flavor. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.Hagar Bónus fékk að klára lagerinn Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að matvörukeðjan hafi enn verið að selja Cocoa Puffs-birgðir sínar þegar þau fengu bréf frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Við áttum inni pöntun þegar þetta breyttist og fengum að klára hana fyrir ákveðna dagsetningu.“ Birgðirnar kláruðust í ágúst. Guðmundur setur þó spurningarmerki við vörubannið og segir deildar meiningar um það hvort litarefnin í morgunkorninu séu í raun og veru óleyfileg. „Við erum að skoða það en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir þá höfum við ekki pantað þetta.“ Létu til skarar skríða í kjölfar tilkynningar General Mills Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfestir að eftirlitið hafi stöðvað sölu á Cocoa Puffs í dreifingu frá Aðföngum sem selt var í verslunum Bónuss og Hagkaupa. Málið snúist um áðurnefnda yfirlýsingu frá framleiðandanum General Mills. „Framleiðandinn er búinn að lýsa því yfir að hann sé ekki lengur að framleiða vöruna fyrir Evrópumarkað og hún sé ekki lengur lögleg í Evrópu. Þar af leiðandi má hún ekki vera í dreifingu hér lengur, við erum bara með sömu löggjöf hvað þetta varðar og aðrir í Evrópu.“ Aðspurður um það hvaða efni um ræðir vísar Óskar aftur í bréf General Mills en þar er ekki minnst á tiltekið litarefni. Svar hafði ekki borist við fyrirspurn Vísis til morgunkornsframleiðandans þegar þessi grein fór í birtingu. Dótturfélag Nestlé framleitt fyrir General Mills í Evrópu General Mills hefur frá árinu 1991 átt í nánu samstarfi við svissneska matvælarisann Nestlé um framleiðslu morgunkorns. Dótturfélag þeirra framleiðir í dag vörur fyrir um 130 ríki um allan heim en General Mills framleiðir einungis morgunkorn fyrir Bandaríkin og Kanada. Vegna þessa hafa margir Íslendingar búsettir erlendis þurft að nota Nestlé Cheerios og Nestlé Nesquik súkkulaðikúlur sem staðgengla fyrir bandarísku vörurnar sem hafa lengi fengist á Íslandi. Aðdáendur Sonnys biðja fólk um að varast eftirlíkingar. Danól Telja margir viðmælendur Vísis að nú sé ætlast til þess að Íslendingar kaupi vörur af evrópska dótturfélaginu líkt og önnur ríki utan Norður-Ameríku. Nokkur reynsla er komin á Nestlé Nesquik súkkulaðikúlurnar hér á landi en varan er talin vera talsvert ólík hinu upprunalega Cocoa Puffs. Þá er sala Nesquik sögð lítil í samanburði. Telur málið snúast um þýðingarvillu Ólíkt bréfunum sem bárust til Bónuss eða Kostar þá er eitt aukaefni sérstaklega tilgreint í erindinu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja til Samkaupa. Þar er málið sagt snúast um karamellulitarefnið E150a sem sé ekki leyft í útblásnu morgunkorni á borð við Cocoa Puffs. „Samkvæmt innihaldslista á endurmerktum umbúðum er gefið upp að Cocoa Puffs innihaldi litarefnið E150a. Þetta litarefni er ekki leyft í þá matvöru sem um ræðir, þ.e. útblásið/blásið (e. extruded, puffed) morgunkorn. […] Samkvæmt þessum upplýsingum er Cocoa Puffs óleyfilegt á markaði hér á landi,“ segir í bréfinu sem vísar til reglugerðar Evrópusambandsins um aukaefni í matvælum. Cocoa Puffs hefur nýlega meðal annars fengist í verslunum Nettó. Vísir/Tumi Telja um einföld mistök að ræða Fyrirtæki sem flytja inn matvörur beint frá Bandaríkjunum þurfa að merkja þær með innihaldslýsingu sem samræmist Evrópureglum. Í þessu tilviki felur það meðal annars í sér að tilgreina rétt E-númer fyrir annattó- og karamellulitarefnin sem eru útlistuð á bandarísku umbúðunum. Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa, segir að sérfræðingur á vegum fyrirtækisins telji að mistök hafi verið gerð þegar límmiði með innihaldslýsingu var útbúinn. Þannig eigi í stað E150a í raun að standa E150c en um er að ræða tvö mismunandi afbrigði af sama karamellulitarefni. General Mills hefur síðar staðfest að raunverulega sé um að ræða E150c en það efni er leyfilegt til notkunar í útblásið morgunkorn, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Ég allavega bind vonir við að það sé málið og þetta hafi einfaldlega verið smávægileg yfirsjón hjá starfsmanni. Að sögn Stefáns eru Samkaup nú í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið og hafa boðist til að leiðrétta þessi mistök. Salan á morgunkorninu jókst eftir að tilkynnt var að það yrði brátt ófáanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi raunverulega fengið sér fersk ber með súkkulaðikúlunum.Getty/AlekZotoff Ábyrgir framleiðendur Lísa Björk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Nathan & Olsen, segir sorglegt að Cocoa Puffs sé að fara af íslenskum markaði. Um sé að ræða vinsæla vöru sem eigi sér fastan sess í neyslusögu Íslendinga. Aðspurð um áframhaldandi innflutning annarra aðila segir Lísa að það sé í höndum eftirlitsaðila að stöðva þá sölu. Það er bara þeirra mál, við erum búin að upplýsa alla viðkomandi aðila, bæði þessar verslanir og eftirlitsaðila og það er ekki okkar hlutverk að hafa eitthvað meira um það að segja. „General Mills eru ábyrgir framleiðendur sem vilja þá ekki selja vöruna lengur til Evrópu og við erum ábyrgur innflytjandi og förum eftir því,“ segir Lísa. Hún segir að bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms hafi almennt ekki verið fáanlegt í öðrum Evrópulöndum í einhver ár. Ekkert Cocoa Puffs kemur út úr þessari verksmiðju Cereal Partners, dótturfélags General Mills og Nestlé, sem er staðsett í Wiltskíri í Englandi.Getty/Geography Photos „Morgunkorn er dálítið séríslenskt fyrirbrigði sem er arfleitt frá Bandaríkjunum. Morgunverðartrend eru öðruvísi annars staðar í Evrópu svo hún hefur ekki fengist þessi Ameríkuvara sem við höfum verið að bjóða upp á,“ segir Lísa. Lísa bætir við að General Mills vilji reyna að koma með eitthvað annað í staðinn en það sé hægara sagt en gert að setja eitthvað af stað í Evrópu. Framleiðandinn sé ekki tilbúinn til að sérframleiða vöru fyrir íslenskan markað. Við erum bara allt of lítil til þess en að sjálfsögðu eru þau tilbúin að finna aðrar lausnir. Ég er alveg bjartsýn á að við finnum eitthvað en hvort neytendur verði ánægðir með það verður bara að koma í ljós. Maður vonar alltaf það besta. Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl. 19. apríl 2021 15:44 Cocoa Puffs og Lucky Charms verða ekki fáanleg á Íslandi Cocoa Puffs og Lucky Charms verða brátt ófáanleg á Íslandi ef marka má tilkynningu frá Nathan & Olsen. Þar segir að framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmist ekki Evrópulöggjöf. 31. mars 2021 13:58 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forsvarsmenn verslana segja málið hið dularfyllsta og draga í efa að óleyfileg efni sé í raun að finna í morgunkorninu. Mikil vinna hefur farið í að reyna að tryggja framtíð þessarar vinsælu vöru á íslenskum eldhúsbekkjum og stendur ekki til að gefast upp svo auðveldlega. Samkvæmt heimildum Vísis hafa sérfræðingar verið kallaðir til, útsendarar virkjaðir vestanhafs og morgunkornspakkar sendir á erlenda rannsóknarstofu til greiningar. Þá íhugar minnst ein verslunarkeðja að kanna réttarstöðu sína. Stutt bréf velti þungu hlassi Cocoa Puffs er framleitt af bandaríska matvælafyrirtækinu General Mills og hefur verið flutt inn til Íslands af heildversluninni Nathan & Olsen. Morgunkornið hefur verið illfáanlegt í Evrópu til fjölda ára og verið sérpakkað í Bandaríkjunum fyrir íslenskan markað. Í bréfi sem General Mills sendi heildversluninni í lok mars segir að ný uppskrift, sem innihaldi nú náttúrleg litarefni, samræmist ekki matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu. Ekki er tilgreint hvaða efni um ræðir en í dag eru tvö litarefni tilgreind í innihaldslýsingu morgunkornsins: karamellulitur (e. caramel color) og annattó (e. annatto extract). Bréfið afdrifaríka sem barst frá skrifstofu General Mills í Swiss. Héldu ótrauð áfram Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa, segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið undrandi þegar innflutningsaðilinn tilkynnti óvænt að varan væri nú óleyfileg á Íslandi. Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Samkaupum.Samkaup Samkaup, sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Nettó og Krambúðarinnar, hafa um árabil flutt inn sérstærðir af Cocoa Puffs beint frá Bandaríkjunum. Þegar tilkynningin barst frá Nathan & Olsen leitaðist keðjan við að fá sjálfstæða staðfestingu á því að varan væri óleyfileg og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. „Við höfðum samband við aðilann sem við kaupum vöruna af í Bandaríkjunum og báðum þá um að afla upplýsinga um hvort það hafi orðið einhver breyting á litarefnum eða öðru sem hefði hugsanlega ekki verið tilkynningarskylt í Bandaríkjunum. Svo var ekki og það var aðalástæðan fyrir því að við héldum áfram innflutningi eftir þessa tilkynningu frá Nathan & Olsen,“ segir Stefán. Það kom því á óvart þegar höfuðstöðvum Samkaupa í Reykjanesbæ barst bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þann 13. október þar sem farið er fram á að Cocoa Puffs verði tekið úr sölu. Við höfðum aldrei nokkurn tímann fengið athugasemd né ábendingar hvorki frá heilbrigðiseftirlitinu eða Matvælastofnun um að þessi vara væri bönnuð, hvorki fyrir tilkynningu Nathan & Olsen né eftir. Í bréfinu frá heilbrigðiseftirlitinu er staðhæft að varan sé óleyfileg á íslenskum markaði. Vilja frekari skýringar Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs sendi sambærilegt bréf til Kostar fyrir um sjö vikum þar sem þess er krafist að morgunkornið yrði tekin úr sölu. Tómas Gerald Sullenberger, eigandi netverslunarinnar, segir þörf á frekari skýringum áður en ákveðið verður hvort Cocoa Puffs verði endanlega tekið úr vöruúrvalinu. Varan hafi verið uppseld í nokkurn tíma hjá versluninni og notið mikilla vinsælda. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun varð sú breyting gerð í fyrra að óleyfilegt varð að nota litarefnið E160b (annatto bixin, norbixin) í matvælum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þess í stað var litarefnið í raun skilgreint sem tvö aðskilin efni, annars vegar E160b(i) (Annatto bixin) og hins vegar E160b(ii) (Annatto norbixin). Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá stofnuninni, er einungis er leyfilegt að nota síðarnefnda efnið í útblásið morgunkorn á borð við Cocoa Puffs. Telur að framleiðandinn viti ekki sjálfur hvort efnið sé til staðar Tómas segir að þessi staða flæki málin til muna þar sem misræmi sé í aukaefnaskilgreiningum Bandaríkjamanna og Evrópubúa. „Menn vilja meina að litarefnið sem sé bannað sé í þessari vöru en hins vegar kemur það hvergi fram á vörunni sjálfri,“ segir Tómas, eigandi Kostar. Ég er búinn að tala við framleiðandann General Mills og annað hvort geta þeir ekki eða vilja ekki segja mér hvor tegundin er í þessari vöru. Þá hefur Tómas jafnvel fengið þá skýringu að framleiðandinn viti ekki svarið þar sem litarefnið komi frá þriðja aðila og ekki sé gerð krafa um það í Bandaríkjunum að skilgreina Annattó sem tvö aðskilin efni. „Efnið sem er bannað er annað hvort í vörunni eða ekki, og þangað til við fáum úrskurðað um þetta þá erum við ekki að fara að taka ákvörðun alveg strax,“ segir Tómas. Bandarísk innihaldslýsing Cocoa Puffs Whole Grain Corn, Sugar, Rice Flour, Corn Syrup, Cocoa Processed with Alkali, Canola Oil, Salt, Color (caramel color and annatto extract), Baking Soda, Natural Flavor. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.Hagar Bónus fékk að klára lagerinn Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að matvörukeðjan hafi enn verið að selja Cocoa Puffs-birgðir sínar þegar þau fengu bréf frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Við áttum inni pöntun þegar þetta breyttist og fengum að klára hana fyrir ákveðna dagsetningu.“ Birgðirnar kláruðust í ágúst. Guðmundur setur þó spurningarmerki við vörubannið og segir deildar meiningar um það hvort litarefnin í morgunkorninu séu í raun og veru óleyfileg. „Við erum að skoða það en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir þá höfum við ekki pantað þetta.“ Létu til skarar skríða í kjölfar tilkynningar General Mills Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfestir að eftirlitið hafi stöðvað sölu á Cocoa Puffs í dreifingu frá Aðföngum sem selt var í verslunum Bónuss og Hagkaupa. Málið snúist um áðurnefnda yfirlýsingu frá framleiðandanum General Mills. „Framleiðandinn er búinn að lýsa því yfir að hann sé ekki lengur að framleiða vöruna fyrir Evrópumarkað og hún sé ekki lengur lögleg í Evrópu. Þar af leiðandi má hún ekki vera í dreifingu hér lengur, við erum bara með sömu löggjöf hvað þetta varðar og aðrir í Evrópu.“ Aðspurður um það hvaða efni um ræðir vísar Óskar aftur í bréf General Mills en þar er ekki minnst á tiltekið litarefni. Svar hafði ekki borist við fyrirspurn Vísis til morgunkornsframleiðandans þegar þessi grein fór í birtingu. Dótturfélag Nestlé framleitt fyrir General Mills í Evrópu General Mills hefur frá árinu 1991 átt í nánu samstarfi við svissneska matvælarisann Nestlé um framleiðslu morgunkorns. Dótturfélag þeirra framleiðir í dag vörur fyrir um 130 ríki um allan heim en General Mills framleiðir einungis morgunkorn fyrir Bandaríkin og Kanada. Vegna þessa hafa margir Íslendingar búsettir erlendis þurft að nota Nestlé Cheerios og Nestlé Nesquik súkkulaðikúlur sem staðgengla fyrir bandarísku vörurnar sem hafa lengi fengist á Íslandi. Aðdáendur Sonnys biðja fólk um að varast eftirlíkingar. Danól Telja margir viðmælendur Vísis að nú sé ætlast til þess að Íslendingar kaupi vörur af evrópska dótturfélaginu líkt og önnur ríki utan Norður-Ameríku. Nokkur reynsla er komin á Nestlé Nesquik súkkulaðikúlurnar hér á landi en varan er talin vera talsvert ólík hinu upprunalega Cocoa Puffs. Þá er sala Nesquik sögð lítil í samanburði. Telur málið snúast um þýðingarvillu Ólíkt bréfunum sem bárust til Bónuss eða Kostar þá er eitt aukaefni sérstaklega tilgreint í erindinu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja til Samkaupa. Þar er málið sagt snúast um karamellulitarefnið E150a sem sé ekki leyft í útblásnu morgunkorni á borð við Cocoa Puffs. „Samkvæmt innihaldslista á endurmerktum umbúðum er gefið upp að Cocoa Puffs innihaldi litarefnið E150a. Þetta litarefni er ekki leyft í þá matvöru sem um ræðir, þ.e. útblásið/blásið (e. extruded, puffed) morgunkorn. […] Samkvæmt þessum upplýsingum er Cocoa Puffs óleyfilegt á markaði hér á landi,“ segir í bréfinu sem vísar til reglugerðar Evrópusambandsins um aukaefni í matvælum. Cocoa Puffs hefur nýlega meðal annars fengist í verslunum Nettó. Vísir/Tumi Telja um einföld mistök að ræða Fyrirtæki sem flytja inn matvörur beint frá Bandaríkjunum þurfa að merkja þær með innihaldslýsingu sem samræmist Evrópureglum. Í þessu tilviki felur það meðal annars í sér að tilgreina rétt E-númer fyrir annattó- og karamellulitarefnin sem eru útlistuð á bandarísku umbúðunum. Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa, segir að sérfræðingur á vegum fyrirtækisins telji að mistök hafi verið gerð þegar límmiði með innihaldslýsingu var útbúinn. Þannig eigi í stað E150a í raun að standa E150c en um er að ræða tvö mismunandi afbrigði af sama karamellulitarefni. General Mills hefur síðar staðfest að raunverulega sé um að ræða E150c en það efni er leyfilegt til notkunar í útblásið morgunkorn, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Ég allavega bind vonir við að það sé málið og þetta hafi einfaldlega verið smávægileg yfirsjón hjá starfsmanni. Að sögn Stefáns eru Samkaup nú í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið og hafa boðist til að leiðrétta þessi mistök. Salan á morgunkorninu jókst eftir að tilkynnt var að það yrði brátt ófáanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi raunverulega fengið sér fersk ber með súkkulaðikúlunum.Getty/AlekZotoff Ábyrgir framleiðendur Lísa Björk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Nathan & Olsen, segir sorglegt að Cocoa Puffs sé að fara af íslenskum markaði. Um sé að ræða vinsæla vöru sem eigi sér fastan sess í neyslusögu Íslendinga. Aðspurð um áframhaldandi innflutning annarra aðila segir Lísa að það sé í höndum eftirlitsaðila að stöðva þá sölu. Það er bara þeirra mál, við erum búin að upplýsa alla viðkomandi aðila, bæði þessar verslanir og eftirlitsaðila og það er ekki okkar hlutverk að hafa eitthvað meira um það að segja. „General Mills eru ábyrgir framleiðendur sem vilja þá ekki selja vöruna lengur til Evrópu og við erum ábyrgur innflytjandi og förum eftir því,“ segir Lísa. Hún segir að bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms hafi almennt ekki verið fáanlegt í öðrum Evrópulöndum í einhver ár. Ekkert Cocoa Puffs kemur út úr þessari verksmiðju Cereal Partners, dótturfélags General Mills og Nestlé, sem er staðsett í Wiltskíri í Englandi.Getty/Geography Photos „Morgunkorn er dálítið séríslenskt fyrirbrigði sem er arfleitt frá Bandaríkjunum. Morgunverðartrend eru öðruvísi annars staðar í Evrópu svo hún hefur ekki fengist þessi Ameríkuvara sem við höfum verið að bjóða upp á,“ segir Lísa. Lísa bætir við að General Mills vilji reyna að koma með eitthvað annað í staðinn en það sé hægara sagt en gert að setja eitthvað af stað í Evrópu. Framleiðandinn sé ekki tilbúinn til að sérframleiða vöru fyrir íslenskan markað. Við erum bara allt of lítil til þess en að sjálfsögðu eru þau tilbúin að finna aðrar lausnir. Ég er alveg bjartsýn á að við finnum eitthvað en hvort neytendur verði ánægðir með það verður bara að koma í ljós. Maður vonar alltaf það besta.
Bandarísk innihaldslýsing Cocoa Puffs Whole Grain Corn, Sugar, Rice Flour, Corn Syrup, Cocoa Processed with Alkali, Canola Oil, Salt, Color (caramel color and annatto extract), Baking Soda, Natural Flavor.
Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl. 19. apríl 2021 15:44 Cocoa Puffs og Lucky Charms verða ekki fáanleg á Íslandi Cocoa Puffs og Lucky Charms verða brátt ófáanleg á Íslandi ef marka má tilkynningu frá Nathan & Olsen. Þar segir að framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmist ekki Evrópulöggjöf. 31. mars 2021 13:58 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl. 19. apríl 2021 15:44
Cocoa Puffs og Lucky Charms verða ekki fáanleg á Íslandi Cocoa Puffs og Lucky Charms verða brátt ófáanleg á Íslandi ef marka má tilkynningu frá Nathan & Olsen. Þar segir að framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmist ekki Evrópulöggjöf. 31. mars 2021 13:58