King hefur vakið gríðarlega athygli í kringum kosningar í Bandaríkjunum, ekki síst í síðustu forsetakosningum þar í landi þar sem hann var tímunum saman á skjánum að greina stöðuna fyrir framan Töfravegginn svokallaða, sem sýndi stöðuna í kosningunum í rauntíma eftir ríkjum og sýslum í Bandaríkjunum.
„Ég ætla að segja ykkur leyndarmál sem ég hef aldrei greint frá áður,“ sagði King. „Ég er með MS. Ég er þakklátur fyrir að þið eruð bólusett.“
—@JohnKingCNN: "I'm going to share a secret I've never shared before: I am immunocompromised. I have multiple sclerosis. So I'm grateful you're all vaccinated...." pic.twitter.com/7vOk2CxXRP
— Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2021
Þeir sem eru með MS eru flestir á ónæmisbælandi lyfjum og flokkast þeir því í áhættuhóp vegna Covid-19 Hvatti King sem flesta til að láta bólusetja sig, ekki bara til þess að verja sig fyrir Covid-19, heldur einnig til þess að vernda aðra sem eiga á að hættu að þola það illa að sýkjast af Covid-19, líkt og King sjálfur.
King sagði frá sjúkdómsgreiningunni í miðjum umræðum um andlát Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem lést í vikunni vegna fylgikvilla Covid-19. Powell var 84 ára gamall og fullbólusettur. Powell var með krabbamein sem veikti ónæmiskerfi hans.
„Ég er ekki hrifinn af því að ríkisstjórnin segi mér hvað ég á að gera. Ég er ekki hrifinn af því þegar yfirmenn mínir gera það. En í þessu tilviki er það mikilvægt.“