Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 07:32 „Við vitum að sígarettur eru krabbameinsstautar,“ segir þingmaðurinn á bakvið tillögurnar. Getty Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. „Við vitum að sígarettur eru krabbameinsstautar og draga helming þeirra sem nota þær til dauða. Þannig að ég bind vonir við að viðvaranir á sígarettum myndu forða fólki frá því að láta freistast að byrja að reykja og þá sérstaklega ungu fólki,“ segir Mary Kelly Foy, þingmaður Verkamannaflokksins. Foy hefur lagt fram viðauka við heilbrigðisfrumvarp sem er til umræðu í þinginu. Hún segist jafnframt vonast til þess að vekja þá til umhugsunar sem þegar reykja að sjá skilaboðin á sígarettunni í hvert sinn sem þeir stinga henni upp í sig. Tillaga Foy nýtur stuðnings Royal College of Physicians, samtaka sjúkrahúslækna, og Cancer Research UK. Er hún talin myndu þoka Bretlandseyjum nær því markmiði að verða „reyklaust“ árið 2030 en það miðar að því að minnka hlutfall reykingarfólks úr 14 prósentum í 5 prósent. Áþekk tillaga liggur fyrir lávarðadeildinni en tillaga Foy felur einnig í sér að stjórnvöldum yrði veitt vald til að skattleggja sérstaklega hagnað tóbaksfyrirtækja, til að fjármagna baráttuna gegn tóbaksnotkun. Þá yrðu aldursmörkin færð úr 18 í 21 ár og framleiðendum rafsígaretta bannað að freista ungs fólks með bragðtegundum og aðlaðandi umbúðum. Guardian greindi frá. Bretland Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Við vitum að sígarettur eru krabbameinsstautar og draga helming þeirra sem nota þær til dauða. Þannig að ég bind vonir við að viðvaranir á sígarettum myndu forða fólki frá því að láta freistast að byrja að reykja og þá sérstaklega ungu fólki,“ segir Mary Kelly Foy, þingmaður Verkamannaflokksins. Foy hefur lagt fram viðauka við heilbrigðisfrumvarp sem er til umræðu í þinginu. Hún segist jafnframt vonast til þess að vekja þá til umhugsunar sem þegar reykja að sjá skilaboðin á sígarettunni í hvert sinn sem þeir stinga henni upp í sig. Tillaga Foy nýtur stuðnings Royal College of Physicians, samtaka sjúkrahúslækna, og Cancer Research UK. Er hún talin myndu þoka Bretlandseyjum nær því markmiði að verða „reyklaust“ árið 2030 en það miðar að því að minnka hlutfall reykingarfólks úr 14 prósentum í 5 prósent. Áþekk tillaga liggur fyrir lávarðadeildinni en tillaga Foy felur einnig í sér að stjórnvöldum yrði veitt vald til að skattleggja sérstaklega hagnað tóbaksfyrirtækja, til að fjármagna baráttuna gegn tóbaksnotkun. Þá yrðu aldursmörkin færð úr 18 í 21 ár og framleiðendum rafsígaretta bannað að freista ungs fólks með bragðtegundum og aðlaðandi umbúðum. Guardian greindi frá.
Bretland Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira