Fréttastofa ræddi við Hannes Þór í Egilshöll í gærkvöldi þar sem verið var að frumsýna Leynilöggu fyrir troðfullum sölum.

Hannes segir þetta vera ótrúlega stóra dag fyrir sig og öll þau sem komu að gerð myndarinnar. „Þetta er ekkert á hverjum degi sem eitthvað svona gerist. Við erum búin að vera spennt fyrir þessum degi lengi og nú er bara að sjá hvernig verður tekið í myndina. Við hlökkum mikið til.“
Hannes Þór vakti heimsathygli þegar hann varði víti í leik íslenska landsliðsins gegn því argentínska á HM í Rússlandi 2018. Messi tók þar vítaspyrnu á 65. mínútu þegar Hannes Þór skutlaði sér til hægri og varði spyrnuna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.