Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. október 2021 07:00 Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni segir þjálfun andlegrar heilsu eiga alveg jafn mikið við og að þjálfa líkamann. Þá eru tilfinningaviðbrögðin okkar ekki hönnuð fyrir nútímann sem skýrir út hvers vegna við upplifum oftar tilfinningar eins og kvíða, áhyggjur, depurð, þunglyndi, svefnleysi og fleira. Vísir/Vilhelm Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. „Streitukerfið er næmt fyrir hugsunum okkar og mati á aðstæðum. Til dæmis ef okkur finnst mjög alvarlegt að mæta of seint eða mismæla okkur fyrir framan aðra. Þegar við erum sífellt að flýta okkur á milli staða eða ströggla við todo listann erum við að keyra á streitukerfinu.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um það hvers vegna það er svo mikilvægt að ræða og hlúa að andlegri líðan starfsfólks á vinnustöðum og hvað við getum gert sjálf. Líðan í kjölfar Covid „Ef það er eitthvað sem ég vona að fólk taki frá sér í kjölfar Covid þá er það endurmat á nútímasamfélagi og hvaða áhrif það hefur á líkamsstarfsemi okkar og líðan,“ segir Steinunn sem hvetur fólk til að spyrja sig hvað það vilji taka aftur upp frá lífsmynstrinu fyrir Covid, á meðan Covid geisaði sem mest eða nú þegar sér fyrir endann á því versta. Enda tóku margir upp venjur í Covid sem hafa leitt af sér betri líðan. Fólk finni jafnvel fyrir minni streitu og kvíða. Á tímum Covid voru margir til dæmis í samskiptum við mun færra fólk en áður. Það þurfi þó ekkert alltaf að hafa verið slæmt. „Mörg okkar voru í samskiptum við fólk sem veldur okkur vanlíðan af eintómri skyldurækni til dæmis,“ segir Steinunn. En hvers vegna erum við oft að upplifa kvíða, áhyggjur, stress eða aðra vanlíðan og hvers vegna eru svona margir að upplifa þessar tilfinningar? Atvinnulífið fékk Steinunni Önnu til að skýra málin út fyrir okkur. Gott að bera saman við líkamlega þjálfun Steinunn segir að þegar það kemur að líkamlegri heilsu, séum við flest meðvituð um að það til dæmis að æfa lyftingar styrkir vöðva og það að stunda þolþjálfun eflir úthald. Við vitum líka að í þjálfun er gott að festast ekki í þægindahringnum því við eflum okkur enn meir með því að reyna meira og meira á okkur. Það sama gildir um andlega heilsu. Þegar okkur líður vel, gengur okkur að öllu jöfnu betur og þá eigum við auðveldara með að takast á við alls kyns aðstæður, álag. Steinunn segir því ágætt fyrir fólk að horfa á andlegu heilsuna okkar eins og þá líkamlegu; með þjálfun styrkjum við okkur og eflum þol. Sem dæmi um þol má nefna sársaukanæmnið okkar. Ef það er hátt, mun minna áreiti vekja sterkari verkjaboð eða sársauka í samanburði við einstakling sem er með lágt sársaukanæmni. Og alveg eins og einstaklingur í góðu formi getur beitt líkamanum lengur áður en þeir fara að finna til, gildir það sama um andlega heilsu. Ef við til dæmis hugum mjög vel að svefni, erum við líklegri til að líða betur og eigum auðveldara með að takast á við alls kyns aðstæður eða líðan. Steinunn segir vítahringinn sem margir festist í felist í að við erum viðvarandi í drif-kerfinu okkar (e. fight and flight). Þá má minna má útaf bregða án þess að það veki hjá okkur sterk neikvæð tilfinningaviðbrögð eins og kvíði, reiði, skömm, depurð, vonleysi eða sektarkennd,Vísir/Vilhelm Staðreynd: Við erum ekki hönnuð fyrir nútímann Þá segir Steinunn líka gott fyrir fólk að átta sig á að hvorki líkaminn né tilfinningaviðbrögðin okkar eru hönnuð fyrir nútímann. „Við vitum að líkaminn var ekki þróaður fyrir lífsstíl nútímamannsins og sjáum allskonar stoðkerfisvandmál sem rekja má til þess að við sitjum of mikið og beitum okkur ekki rétt, þar á meðal aukna verki og erfiðleika við athafnir daglegs lífs,“ segir Steinunn og bætir við: Tilfinningaviðbrögð okkar eru heldur ekki hönnuð fyrir nútímann og á það ekki síst við um streitu- eða kvíðakerfið okkar. Tilfinninganæmi er eins og sársaukanæmi, því hærra sem tilfinninganæmi okkar er, því minna má út af bregða án þess að vekja hjá okkur sterkar óþægilegar tilfinningar.“ Í ofanálag er þol og úthald fólks mismikið þegar kemur að vanlíðan. Að festast í vítahringnum Að sögn Steinunnar er staðreyndin líka sú að stundum getur vanlíðan sett af stað keðjuverkun sem endar eins og tannhjól sem snýst um vítahring vanlíðunar. Að vera í viðvarandi streitu eða kvíða er dæmi um vítahring vanlíðunar sem margir þekkja að festast í. Vítahringurinn er þá sá að við náum ekki að hvíla í sef-kerfinu okkar, sem á ensku er oft nefnt the rest/digest system. Þess í stað erum við viðvarandi í drif-kerfinu okkar, sem á ensku er nefnt the fight or flight system. Því kerfi er hins vegar eingöngu ætla að vera á þegar okkar stafar ógn af einhverju. „Afleiðingar þess að vera með ofvirkjað streitukerfi eru margþættar. Það er orkufrekt og dregur úr okkur kraft. Hugsanir okkar verða kvíðavaldandi, við festumst í áhyggjum og katastrófum,“ segir Steinunn. Fyrir vikið fer athyglin okkar að beinast meira að því sem okkur finnst ógnandi, sem aftur getur skilað sér í því að við eigum erfiðara með að ráða við dagleg störf og skyldur, festa svefn eða vera innan um aðra. „Heilt yfir, verður tilfinninganæmi okkar meira, en það þýðir að minna má útaf bregða án þess að það veki hjá okkur sterk neikvæð tilfinningaviðbrögð eins og kvíði, reiði, skömm, depurð, vonleysi eða sektarkennd,“ segir Steinunn og bætir við: „Því sterkari sem óþægileg tilfinning er, því líklegri erum við til að bregðast við með óhjálplegum hætti eins og að forðast aðstæður, hella okkur yfir aðra eða leita í áfengi- og vímuefni.“ Góðu ráðin: Tækifæri í kjölfar Covid Nú þegar umræða er að aukast um andlega heilsu og geðheilbrigði hvetur Steinunn fólk til að grípa tækifærið og rýna í sín eigin mál. Steinunn hvetur fólk til að grípa tækifærið í kjölfar Covid og velta fyrir sér hvað það vill taka með sér frá tímabilinu og hvað ekki. Hún hvetur fólk til að spyrja sig spurninga eins og: Var ég í betra jafnvægi fyrir eða eftir Covid? Hvernig var dagleg rútína mín ólík því sem nú er? Hvaða venjur breyttust eða duttu út sem ég hef saknað? Hvernig get ég komið mér aftur í gírinn?“Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé gott fyrir okkur hvert og eitt að skoða hvaða áhrif Covid hafði á daglegt líf okkar. Sumir fengu innsýn í hve mikil áhrif nútímahraði og áreiti hefur á streitukerfið þegar ferðum á milli staða fækkaði, verkefni féllu niður eða samskipti við ákveðna aðila minnkuðu. Aðrir tóku eftir því hve nauðsynleg hreyfing er í þeirra lífi eða hve miklu máli skiptir að mæta á kóræfingu eða mega faðma næsta mann.“ Og nú þegar tilkynntar hafa verið afléttingar á öllum sóttvarnarreglum, er ekki þar með sagt að við ættum bara öll að hverfa aftur til fyrri lífs eða venja. Að minnsta kosti ekki án skoðunar. „Í kjölfar Covid er mikilvægt að koma aftur á þeim venjum og rútínu sem við vitum að stuðlar að tilfinningajafnvægi og vellíðan. Sumir gætu fundið fyrir því að eiga erfitt með að koma sér aftur í gírinn með venjur sem þarf að hafa mikið fyrir því að koma á. Þess vegna er gott að spyrja sig hvernig við komum út úr síðustu tveimur árum eða svo. Var ég í betra jafnvægi fyrir eða eftir Covid? Hvernig var dagleg rútína mín ólík því sem nú er? Hvaða venjur breyttust eða duttu út sem ég hef saknað? Hvernig get ég komið mér aftur í gírinn?“ Góðu ráðin: Þjálfum tilfinningavöðvann Steinunn mælir með því að við eflum andlega heilsu okkar með því að taka lítil skref í einu og þá miðað við hvað á við okkur sjálf. „Ef við finnum að öll tannhjólin eru að snúast í ranga átt og við að festast í vanlíðunarvítahring, er ekki endilega auðveldast að snúa stærsta hjólinu við, heldur viðráðanlegra að ná að snúa einu litlu hjóli við.“ Við getum líka horft á litlu skrefin á sama hátt og markmið líkamlegrar þjálfunar. Til þess að ná tökum á líðan okkar þurfum við bæði að festa ákveðnar grunnvenjur í sessi til að styrkja „tilfinningavöðvann“ og um leið reyna á þol við vanlíðan til að bæta úthald okkar í vanlíðan. Að lokum skiptir máli að festast ekki í of litlum þægindahring ef við viljum vera í góðu tilfinningajafnvægi, heldur þurfum við að skora á okkur. Alveg eins og harðsperrur í líkamsrækt má búast við að erfiðar tilfinningar aukist þegar við förum út fyrir þægindarammann og gerum það sem er erfitt.“ Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og því nefnir Steinunn líka að lokum hversu mikilvægt það er að við hugum að þríeykinu: Svefn, næring og hreyfing. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 23. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Streitukerfið er næmt fyrir hugsunum okkar og mati á aðstæðum. Til dæmis ef okkur finnst mjög alvarlegt að mæta of seint eða mismæla okkur fyrir framan aðra. Þegar við erum sífellt að flýta okkur á milli staða eða ströggla við todo listann erum við að keyra á streitukerfinu.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um það hvers vegna það er svo mikilvægt að ræða og hlúa að andlegri líðan starfsfólks á vinnustöðum og hvað við getum gert sjálf. Líðan í kjölfar Covid „Ef það er eitthvað sem ég vona að fólk taki frá sér í kjölfar Covid þá er það endurmat á nútímasamfélagi og hvaða áhrif það hefur á líkamsstarfsemi okkar og líðan,“ segir Steinunn sem hvetur fólk til að spyrja sig hvað það vilji taka aftur upp frá lífsmynstrinu fyrir Covid, á meðan Covid geisaði sem mest eða nú þegar sér fyrir endann á því versta. Enda tóku margir upp venjur í Covid sem hafa leitt af sér betri líðan. Fólk finni jafnvel fyrir minni streitu og kvíða. Á tímum Covid voru margir til dæmis í samskiptum við mun færra fólk en áður. Það þurfi þó ekkert alltaf að hafa verið slæmt. „Mörg okkar voru í samskiptum við fólk sem veldur okkur vanlíðan af eintómri skyldurækni til dæmis,“ segir Steinunn. En hvers vegna erum við oft að upplifa kvíða, áhyggjur, stress eða aðra vanlíðan og hvers vegna eru svona margir að upplifa þessar tilfinningar? Atvinnulífið fékk Steinunni Önnu til að skýra málin út fyrir okkur. Gott að bera saman við líkamlega þjálfun Steinunn segir að þegar það kemur að líkamlegri heilsu, séum við flest meðvituð um að það til dæmis að æfa lyftingar styrkir vöðva og það að stunda þolþjálfun eflir úthald. Við vitum líka að í þjálfun er gott að festast ekki í þægindahringnum því við eflum okkur enn meir með því að reyna meira og meira á okkur. Það sama gildir um andlega heilsu. Þegar okkur líður vel, gengur okkur að öllu jöfnu betur og þá eigum við auðveldara með að takast á við alls kyns aðstæður, álag. Steinunn segir því ágætt fyrir fólk að horfa á andlegu heilsuna okkar eins og þá líkamlegu; með þjálfun styrkjum við okkur og eflum þol. Sem dæmi um þol má nefna sársaukanæmnið okkar. Ef það er hátt, mun minna áreiti vekja sterkari verkjaboð eða sársauka í samanburði við einstakling sem er með lágt sársaukanæmni. Og alveg eins og einstaklingur í góðu formi getur beitt líkamanum lengur áður en þeir fara að finna til, gildir það sama um andlega heilsu. Ef við til dæmis hugum mjög vel að svefni, erum við líklegri til að líða betur og eigum auðveldara með að takast á við alls kyns aðstæður eða líðan. Steinunn segir vítahringinn sem margir festist í felist í að við erum viðvarandi í drif-kerfinu okkar (e. fight and flight). Þá má minna má útaf bregða án þess að það veki hjá okkur sterk neikvæð tilfinningaviðbrögð eins og kvíði, reiði, skömm, depurð, vonleysi eða sektarkennd,Vísir/Vilhelm Staðreynd: Við erum ekki hönnuð fyrir nútímann Þá segir Steinunn líka gott fyrir fólk að átta sig á að hvorki líkaminn né tilfinningaviðbrögðin okkar eru hönnuð fyrir nútímann. „Við vitum að líkaminn var ekki þróaður fyrir lífsstíl nútímamannsins og sjáum allskonar stoðkerfisvandmál sem rekja má til þess að við sitjum of mikið og beitum okkur ekki rétt, þar á meðal aukna verki og erfiðleika við athafnir daglegs lífs,“ segir Steinunn og bætir við: Tilfinningaviðbrögð okkar eru heldur ekki hönnuð fyrir nútímann og á það ekki síst við um streitu- eða kvíðakerfið okkar. Tilfinninganæmi er eins og sársaukanæmi, því hærra sem tilfinninganæmi okkar er, því minna má út af bregða án þess að vekja hjá okkur sterkar óþægilegar tilfinningar.“ Í ofanálag er þol og úthald fólks mismikið þegar kemur að vanlíðan. Að festast í vítahringnum Að sögn Steinunnar er staðreyndin líka sú að stundum getur vanlíðan sett af stað keðjuverkun sem endar eins og tannhjól sem snýst um vítahring vanlíðunar. Að vera í viðvarandi streitu eða kvíða er dæmi um vítahring vanlíðunar sem margir þekkja að festast í. Vítahringurinn er þá sá að við náum ekki að hvíla í sef-kerfinu okkar, sem á ensku er oft nefnt the rest/digest system. Þess í stað erum við viðvarandi í drif-kerfinu okkar, sem á ensku er nefnt the fight or flight system. Því kerfi er hins vegar eingöngu ætla að vera á þegar okkar stafar ógn af einhverju. „Afleiðingar þess að vera með ofvirkjað streitukerfi eru margþættar. Það er orkufrekt og dregur úr okkur kraft. Hugsanir okkar verða kvíðavaldandi, við festumst í áhyggjum og katastrófum,“ segir Steinunn. Fyrir vikið fer athyglin okkar að beinast meira að því sem okkur finnst ógnandi, sem aftur getur skilað sér í því að við eigum erfiðara með að ráða við dagleg störf og skyldur, festa svefn eða vera innan um aðra. „Heilt yfir, verður tilfinninganæmi okkar meira, en það þýðir að minna má útaf bregða án þess að það veki hjá okkur sterk neikvæð tilfinningaviðbrögð eins og kvíði, reiði, skömm, depurð, vonleysi eða sektarkennd,“ segir Steinunn og bætir við: „Því sterkari sem óþægileg tilfinning er, því líklegri erum við til að bregðast við með óhjálplegum hætti eins og að forðast aðstæður, hella okkur yfir aðra eða leita í áfengi- og vímuefni.“ Góðu ráðin: Tækifæri í kjölfar Covid Nú þegar umræða er að aukast um andlega heilsu og geðheilbrigði hvetur Steinunn fólk til að grípa tækifærið og rýna í sín eigin mál. Steinunn hvetur fólk til að grípa tækifærið í kjölfar Covid og velta fyrir sér hvað það vill taka með sér frá tímabilinu og hvað ekki. Hún hvetur fólk til að spyrja sig spurninga eins og: Var ég í betra jafnvægi fyrir eða eftir Covid? Hvernig var dagleg rútína mín ólík því sem nú er? Hvaða venjur breyttust eða duttu út sem ég hef saknað? Hvernig get ég komið mér aftur í gírinn?“Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé gott fyrir okkur hvert og eitt að skoða hvaða áhrif Covid hafði á daglegt líf okkar. Sumir fengu innsýn í hve mikil áhrif nútímahraði og áreiti hefur á streitukerfið þegar ferðum á milli staða fækkaði, verkefni féllu niður eða samskipti við ákveðna aðila minnkuðu. Aðrir tóku eftir því hve nauðsynleg hreyfing er í þeirra lífi eða hve miklu máli skiptir að mæta á kóræfingu eða mega faðma næsta mann.“ Og nú þegar tilkynntar hafa verið afléttingar á öllum sóttvarnarreglum, er ekki þar með sagt að við ættum bara öll að hverfa aftur til fyrri lífs eða venja. Að minnsta kosti ekki án skoðunar. „Í kjölfar Covid er mikilvægt að koma aftur á þeim venjum og rútínu sem við vitum að stuðlar að tilfinningajafnvægi og vellíðan. Sumir gætu fundið fyrir því að eiga erfitt með að koma sér aftur í gírinn með venjur sem þarf að hafa mikið fyrir því að koma á. Þess vegna er gott að spyrja sig hvernig við komum út úr síðustu tveimur árum eða svo. Var ég í betra jafnvægi fyrir eða eftir Covid? Hvernig var dagleg rútína mín ólík því sem nú er? Hvaða venjur breyttust eða duttu út sem ég hef saknað? Hvernig get ég komið mér aftur í gírinn?“ Góðu ráðin: Þjálfum tilfinningavöðvann Steinunn mælir með því að við eflum andlega heilsu okkar með því að taka lítil skref í einu og þá miðað við hvað á við okkur sjálf. „Ef við finnum að öll tannhjólin eru að snúast í ranga átt og við að festast í vanlíðunarvítahring, er ekki endilega auðveldast að snúa stærsta hjólinu við, heldur viðráðanlegra að ná að snúa einu litlu hjóli við.“ Við getum líka horft á litlu skrefin á sama hátt og markmið líkamlegrar þjálfunar. Til þess að ná tökum á líðan okkar þurfum við bæði að festa ákveðnar grunnvenjur í sessi til að styrkja „tilfinningavöðvann“ og um leið reyna á þol við vanlíðan til að bæta úthald okkar í vanlíðan. Að lokum skiptir máli að festast ekki í of litlum þægindahring ef við viljum vera í góðu tilfinningajafnvægi, heldur þurfum við að skora á okkur. Alveg eins og harðsperrur í líkamsrækt má búast við að erfiðar tilfinningar aukist þegar við förum út fyrir þægindarammann og gerum það sem er erfitt.“ Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og því nefnir Steinunn líka að lokum hversu mikilvægt það er að við hugum að þríeykinu: Svefn, næring og hreyfing.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 23. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01
Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 23. febrúar 2021 07:00