Sara náði markmiði sínu að ná að vera með hundrað sentimetra rass Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir var komin í hlutverk fyrirsætunnar í London. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir bara hlutina eins og þeir eru. Á því er að sjálfsögðu engin breyting í nýjasta þættinum af netþáttaröð hennar „Road to Recovery“ sem var frumsýndur í gær. Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira