Sara náði markmiði sínu að ná að vera með hundrað sentimetra rass Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir var komin í hlutverk fyrirsætunnar í London. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir bara hlutina eins og þeir eru. Á því er að sjálfsögðu engin breyting í nýjasta þættinum af netþáttaröð hennar „Road to Recovery“ sem var frumsýndur í gær. Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Sjá meira
Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Sjá meira