Umræða um næsta stjóra Newcastle: Einn sagði Mourinho en annar Gerrard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 15:30 Jose Mourinho og Steven Gerrard í leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir nokkrum árum. Það hefur mikið breyst síðan þá. Getty/Tom Jenkins Knattspyrnustjórastaðan hjá Newcastle United er laus. Fyrir nokkrum vikum var þetta ekki mest spennandi starf í heimi en peningarnir frá Sádí Arabíu hafa breytt öllu þar. Steve Bruce þurfti að taka pokann sinn í gær sem var óumflýjanlegt eftir mjög dapra byrjun á tímabilinu. Nýju eigendurnir gáfu honum einn leik og aðeins þrettán daga en eftir tapið á móti Tottenham um síðustu helgi var nokkuð ljóst að Bruce hafði stýrt sínum síðasta leik. En hver verður eftirmaður hans? Graeme Jones mun taka tímabundið við sem stjóri liðsns en á meðan leita eigendurnir af næsta stjóra sem er ætlað að koma Newcastle í baráttuna um titla. Í þættinum Soccer Special var umræða um það hver sér rétti maðurinn í starfið. Það má sjá þessa umræðu hér fyrir neðan. "The only manager that could throw a team together in January is Mourinho." "I think Steven Gerrard." The Soccer Special panel discuss who should become the next #NUFC manager pic.twitter.com/jZFCLfgQwh— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 „Eini knattspyrnustjórinn sem gæti hent saman frambærilegu liði í janúar er Mourinho. Ef þú gæfir honum átta toppleikmenn, sem er líklega það sem Newcastle þarf á að halda, þá gæti hann komið liðinu saman og upp í miðja töflu. Á næsta tímabili gæti hann kannski komið þeim upp í sjötta sæti,“ sagði Danny Mills. „Ég held að það ætti að vera Steven Gerrard. Rangers stuðningsfólk, ekki öskra á mig. Starfið sem hann hefur unnið hjá Rangers en spurningin er hvort hann hafi áhuga á að taka við því,“ sagði Clinton Morrison. Það hafa verið fleiri þekktir stjórar orðaðir við starfið eins og Antonio Conte, Roberto Mancini, Frank Lampard og Zinedine Zidane. Paulo Fonseca þykir hins vegar sá líklegasti ef marka má fréttir frá Englandi. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Steve Bruce þurfti að taka pokann sinn í gær sem var óumflýjanlegt eftir mjög dapra byrjun á tímabilinu. Nýju eigendurnir gáfu honum einn leik og aðeins þrettán daga en eftir tapið á móti Tottenham um síðustu helgi var nokkuð ljóst að Bruce hafði stýrt sínum síðasta leik. En hver verður eftirmaður hans? Graeme Jones mun taka tímabundið við sem stjóri liðsns en á meðan leita eigendurnir af næsta stjóra sem er ætlað að koma Newcastle í baráttuna um titla. Í þættinum Soccer Special var umræða um það hver sér rétti maðurinn í starfið. Það má sjá þessa umræðu hér fyrir neðan. "The only manager that could throw a team together in January is Mourinho." "I think Steven Gerrard." The Soccer Special panel discuss who should become the next #NUFC manager pic.twitter.com/jZFCLfgQwh— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 „Eini knattspyrnustjórinn sem gæti hent saman frambærilegu liði í janúar er Mourinho. Ef þú gæfir honum átta toppleikmenn, sem er líklega það sem Newcastle þarf á að halda, þá gæti hann komið liðinu saman og upp í miðja töflu. Á næsta tímabili gæti hann kannski komið þeim upp í sjötta sæti,“ sagði Danny Mills. „Ég held að það ætti að vera Steven Gerrard. Rangers stuðningsfólk, ekki öskra á mig. Starfið sem hann hefur unnið hjá Rangers en spurningin er hvort hann hafi áhuga á að taka við því,“ sagði Clinton Morrison. Það hafa verið fleiri þekktir stjórar orðaðir við starfið eins og Antonio Conte, Roberto Mancini, Frank Lampard og Zinedine Zidane. Paulo Fonseca þykir hins vegar sá líklegasti ef marka má fréttir frá Englandi.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira