Enski boltinn

Arsenal samdi við fjögurra ára leikskólabarn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zayn Ali Salman ásamt Per Mertesacker, fyrrverandi leikmanni Arsenal sem er nú yfir unglingastarfinu hjá Arsenal.
Zayn Ali Salman ásamt Per Mertesacker, fyrrverandi leikmanni Arsenal sem er nú yfir unglingastarfinu hjá Arsenal.

Arsenal hefur samið við undrabarnið Zayn Ali Salman. Hann var ekki nema fjögurra ára þegar hann gerði samninginn við Arsenal og er enn í leikskóla.

Myndbönd af Salman að leika listir sínar með boltann hafa vakið mikla athygli á Instagram. Og hæfileikar Salmans fóru ekki framhjá njósnurum Arsenal og hann hefur nú samið við félagið. Hann er yngsti leikmaður sem hefur samið við Arsenal.

Salman, sem er núna orðinn fimm ára, er afar hæfileikaríkur og á ekki í neinum vandræðum með að spila gegn eldri krökkum. Hann þykir búa yfir ótrúlegri tækni, styrk og jafnvægi.

Og vegna hæfileikanna hefur Salman verið kallaður litli Messi. Sem sagt engin pressa á drengnum.

„Hann gerði hluti sem þú átt ekki að geta gert á þessum aldri,“ sagði Stephen Deans, njósnari hjá Arsenal.

„Þegar ég sá hann hringdi ég í vin sem staðfesti að hann væri fjögurra ára. Ég trúði því ekki að hann væri enn í leikskóla. Svo talaði ég við foreldra hans og fékk hann á nokkrar æfingar.“

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun BBC um Salman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×