Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 21:55 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi, er á breytingaskeiðinu og fræðir aðrar konur um þetta tímabil í gegnum síðuna Kvennaráð. Stöð 2 „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. „Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is) Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is)
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00
Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01