Arteta segir meðferðina á Steve Bruce fæla menn frá starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 16:00 Mikel Arteta tekur í höndina Steve Bruce eftir leik liða þeirra á síðasta tímabili. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal finnur til með kollega sínum Steve Bruce sem var rekinn sem knattspyrnustjóri Newcastle United á miðvikudaginn. Bruce sagði frá því í viðtali við Telegraph að árin tvö hjá Newcastle hafi verið mjög erfið fyrir hann og fjölskyldu hans. Bruce fékk mikla gagnrýni og fjölskyldumeðlimir sluppu ekki við pressuna sem var á þessum fyrrum fyrirliða Manchester United sem er einn reyndasti knattspyrnustjórinn enska boltanum. Bruce fékk bara einn leik og þrettán daga í starfi eftir að nýir eigendur eignuðust Newcastle. Hann segist líklega hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Mikel Arteta has warned that some football coaches are being put off management because of the abuse from fans and on social media.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 Arteta segir að núverandi og líklegir knattspyrnustjórar framtíðarinnar muni hugsa sig tvisvar um að gerast stjórar liða í framtíðinni. „Já, margir hugsa þannig. Ég hef heyrt mikið um það og ég á marga vini sem hafa verið að taka þjálfaranámskeið en efast um hvort þeir treysta sér að setjast í heita sætið. Þeir telja kannski betra að verða bara aðstoðarmaður eða eitthvað viðlíka,“ sagði Mikel Arteta. „Fyrir mig sjálfan þá má það ekki vera hindrun að vera hræddur við þá meðferð sem þú munt fá. Ég tel að ánægjan sé það mikil á móti að það ætti ekki að stoppa þig,“ sagði Arteta. „Það er samt mikilvægt að við tökum til í þessu umhverfi og komum hlutunum í rétt ferli. Ef við gerum það ekki þá verður þetta ekkert betra í framtíðinni. Þetta ástand verður bara verra ef við tökum ekki á þessu,“ sagði Arteta. "He's one of the most important managers that England has had in the last 100 years."Mikel Arteta says he was shocked by the words from Steve Bruce's open letter after leaving Newcastle pic.twitter.com/sEySpuMYDN— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2021 Mikel Arteta er 39 ára gamall og meira en tuttugu árum yngri en Steve Bruce. Arteta hefur þurft að þola mikla gagnrýni sem stjóri Arsenal en gengi liðsins var mjög slakt til að byrja með á þessu tímabili. Arsenal tapaði þremur fyrstu leikjum sínum en hefur síðan spilað fimm leiki í röð án taps. Tveir síðustu leikirnir hafa endað með jafntefli en þeir voru á móti Brighton og Crystal Palace. Arsenal liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og reynir að komast upp úr tólfa sætinu. Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Bruce sagði frá því í viðtali við Telegraph að árin tvö hjá Newcastle hafi verið mjög erfið fyrir hann og fjölskyldu hans. Bruce fékk mikla gagnrýni og fjölskyldumeðlimir sluppu ekki við pressuna sem var á þessum fyrrum fyrirliða Manchester United sem er einn reyndasti knattspyrnustjórinn enska boltanum. Bruce fékk bara einn leik og þrettán daga í starfi eftir að nýir eigendur eignuðust Newcastle. Hann segist líklega hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Mikel Arteta has warned that some football coaches are being put off management because of the abuse from fans and on social media.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 Arteta segir að núverandi og líklegir knattspyrnustjórar framtíðarinnar muni hugsa sig tvisvar um að gerast stjórar liða í framtíðinni. „Já, margir hugsa þannig. Ég hef heyrt mikið um það og ég á marga vini sem hafa verið að taka þjálfaranámskeið en efast um hvort þeir treysta sér að setjast í heita sætið. Þeir telja kannski betra að verða bara aðstoðarmaður eða eitthvað viðlíka,“ sagði Mikel Arteta. „Fyrir mig sjálfan þá má það ekki vera hindrun að vera hræddur við þá meðferð sem þú munt fá. Ég tel að ánægjan sé það mikil á móti að það ætti ekki að stoppa þig,“ sagði Arteta. „Það er samt mikilvægt að við tökum til í þessu umhverfi og komum hlutunum í rétt ferli. Ef við gerum það ekki þá verður þetta ekkert betra í framtíðinni. Þetta ástand verður bara verra ef við tökum ekki á þessu,“ sagði Arteta. "He's one of the most important managers that England has had in the last 100 years."Mikel Arteta says he was shocked by the words from Steve Bruce's open letter after leaving Newcastle pic.twitter.com/sEySpuMYDN— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2021 Mikel Arteta er 39 ára gamall og meira en tuttugu árum yngri en Steve Bruce. Arteta hefur þurft að þola mikla gagnrýni sem stjóri Arsenal en gengi liðsins var mjög slakt til að byrja með á þessu tímabili. Arsenal tapaði þremur fyrstu leikjum sínum en hefur síðan spilað fimm leiki í röð án taps. Tveir síðustu leikirnir hafa endað með jafntefli en þeir voru á móti Brighton og Crystal Palace. Arsenal liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og reynir að komast upp úr tólfa sætinu.
Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira