Arteta segir meðferðina á Steve Bruce fæla menn frá starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 16:00 Mikel Arteta tekur í höndina Steve Bruce eftir leik liða þeirra á síðasta tímabili. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal finnur til með kollega sínum Steve Bruce sem var rekinn sem knattspyrnustjóri Newcastle United á miðvikudaginn. Bruce sagði frá því í viðtali við Telegraph að árin tvö hjá Newcastle hafi verið mjög erfið fyrir hann og fjölskyldu hans. Bruce fékk mikla gagnrýni og fjölskyldumeðlimir sluppu ekki við pressuna sem var á þessum fyrrum fyrirliða Manchester United sem er einn reyndasti knattspyrnustjórinn enska boltanum. Bruce fékk bara einn leik og þrettán daga í starfi eftir að nýir eigendur eignuðust Newcastle. Hann segist líklega hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Mikel Arteta has warned that some football coaches are being put off management because of the abuse from fans and on social media.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 Arteta segir að núverandi og líklegir knattspyrnustjórar framtíðarinnar muni hugsa sig tvisvar um að gerast stjórar liða í framtíðinni. „Já, margir hugsa þannig. Ég hef heyrt mikið um það og ég á marga vini sem hafa verið að taka þjálfaranámskeið en efast um hvort þeir treysta sér að setjast í heita sætið. Þeir telja kannski betra að verða bara aðstoðarmaður eða eitthvað viðlíka,“ sagði Mikel Arteta. „Fyrir mig sjálfan þá má það ekki vera hindrun að vera hræddur við þá meðferð sem þú munt fá. Ég tel að ánægjan sé það mikil á móti að það ætti ekki að stoppa þig,“ sagði Arteta. „Það er samt mikilvægt að við tökum til í þessu umhverfi og komum hlutunum í rétt ferli. Ef við gerum það ekki þá verður þetta ekkert betra í framtíðinni. Þetta ástand verður bara verra ef við tökum ekki á þessu,“ sagði Arteta. "He's one of the most important managers that England has had in the last 100 years."Mikel Arteta says he was shocked by the words from Steve Bruce's open letter after leaving Newcastle pic.twitter.com/sEySpuMYDN— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2021 Mikel Arteta er 39 ára gamall og meira en tuttugu árum yngri en Steve Bruce. Arteta hefur þurft að þola mikla gagnrýni sem stjóri Arsenal en gengi liðsins var mjög slakt til að byrja með á þessu tímabili. Arsenal tapaði þremur fyrstu leikjum sínum en hefur síðan spilað fimm leiki í röð án taps. Tveir síðustu leikirnir hafa endað með jafntefli en þeir voru á móti Brighton og Crystal Palace. Arsenal liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og reynir að komast upp úr tólfa sætinu. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Bruce sagði frá því í viðtali við Telegraph að árin tvö hjá Newcastle hafi verið mjög erfið fyrir hann og fjölskyldu hans. Bruce fékk mikla gagnrýni og fjölskyldumeðlimir sluppu ekki við pressuna sem var á þessum fyrrum fyrirliða Manchester United sem er einn reyndasti knattspyrnustjórinn enska boltanum. Bruce fékk bara einn leik og þrettán daga í starfi eftir að nýir eigendur eignuðust Newcastle. Hann segist líklega hafa stýrt sínum síðasta leik á ferlinum. Mikel Arteta has warned that some football coaches are being put off management because of the abuse from fans and on social media.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021 Arteta segir að núverandi og líklegir knattspyrnustjórar framtíðarinnar muni hugsa sig tvisvar um að gerast stjórar liða í framtíðinni. „Já, margir hugsa þannig. Ég hef heyrt mikið um það og ég á marga vini sem hafa verið að taka þjálfaranámskeið en efast um hvort þeir treysta sér að setjast í heita sætið. Þeir telja kannski betra að verða bara aðstoðarmaður eða eitthvað viðlíka,“ sagði Mikel Arteta. „Fyrir mig sjálfan þá má það ekki vera hindrun að vera hræddur við þá meðferð sem þú munt fá. Ég tel að ánægjan sé það mikil á móti að það ætti ekki að stoppa þig,“ sagði Arteta. „Það er samt mikilvægt að við tökum til í þessu umhverfi og komum hlutunum í rétt ferli. Ef við gerum það ekki þá verður þetta ekkert betra í framtíðinni. Þetta ástand verður bara verra ef við tökum ekki á þessu,“ sagði Arteta. "He's one of the most important managers that England has had in the last 100 years."Mikel Arteta says he was shocked by the words from Steve Bruce's open letter after leaving Newcastle pic.twitter.com/sEySpuMYDN— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2021 Mikel Arteta er 39 ára gamall og meira en tuttugu árum yngri en Steve Bruce. Arteta hefur þurft að þola mikla gagnrýni sem stjóri Arsenal en gengi liðsins var mjög slakt til að byrja með á þessu tímabili. Arsenal tapaði þremur fyrstu leikjum sínum en hefur síðan spilað fimm leiki í röð án taps. Tveir síðustu leikirnir hafa endað með jafntefli en þeir voru á móti Brighton og Crystal Palace. Arsenal liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og reynir að komast upp úr tólfa sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira