Haukur hættir eftir átta ár sem forseti Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2021 09:18 Haukur Örn Birgisson er að hætta sem forseti GSÍ. vísir/stefán Eftir átta ár sem forseti Golfsambands Íslands hefur Haukur Örn Birgisson ákveðið að láta gott heita. Nýr forseti mun því taka við í næsta mánuði. Haukur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann hefur starfað fyrir Golfsambandið í tvo áratugi og setið í stjórn sambandsins í 16 ár. „Þetta hefur verið æðislegur tími og ég hef notið hverrar mínútu. Í störfum mínum fyrir íslenskt golf hef ég kynnst ótal manns og eignast vini til lífstíðar. Þá hafa störf mín leitt mig áfram á alþjóðlegar brautir golfíþróttarinnar, sem ég hef enn ekki sagt skilið við. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur,“ segir Haukur en hann var kjörinn forseti Golfsambands Evrópu árið 2019. Haukur bendir á að síðustu ár hafi golfíþróttin notið sögulegrar velgengni og vinsælda hér á landi. Hann skilur því sáttur við sín störf. „Ég er afar stoltur af þeirri vinnu sem ég, stjórnir sambandsins og starfsfólk höfum skilað af okkur á þessum tveimur áratugum og ég veit að golfsambandið er á góðum stað í dag. Golfíþróttin hefur aldrei staðið styrkari fótum og hvert sem litið er, þá nýtur íþróttin sögulegrar velgengni. Mér finnst þetta því vera góður tímapunktur til að láta af störfum og fela nýjum aðilum verkefnið. Ég hlakka til að fylgjast með íþróttinni dafna af hliðarlínunni.“ Nýr forseti verður kjörinn á Golfþingi þann 20. nóvember. Golf Vistaskipti Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Haukur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann hefur starfað fyrir Golfsambandið í tvo áratugi og setið í stjórn sambandsins í 16 ár. „Þetta hefur verið æðislegur tími og ég hef notið hverrar mínútu. Í störfum mínum fyrir íslenskt golf hef ég kynnst ótal manns og eignast vini til lífstíðar. Þá hafa störf mín leitt mig áfram á alþjóðlegar brautir golfíþróttarinnar, sem ég hef enn ekki sagt skilið við. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur,“ segir Haukur en hann var kjörinn forseti Golfsambands Evrópu árið 2019. Haukur bendir á að síðustu ár hafi golfíþróttin notið sögulegrar velgengni og vinsælda hér á landi. Hann skilur því sáttur við sín störf. „Ég er afar stoltur af þeirri vinnu sem ég, stjórnir sambandsins og starfsfólk höfum skilað af okkur á þessum tveimur áratugum og ég veit að golfsambandið er á góðum stað í dag. Golfíþróttin hefur aldrei staðið styrkari fótum og hvert sem litið er, þá nýtur íþróttin sögulegrar velgengni. Mér finnst þetta því vera góður tímapunktur til að láta af störfum og fela nýjum aðilum verkefnið. Ég hlakka til að fylgjast með íþróttinni dafna af hliðarlínunni.“ Nýr forseti verður kjörinn á Golfþingi þann 20. nóvember.
Golf Vistaskipti Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti