Aðstoðarvarðstjóri á eftirlaunum átti ref og skilur ekkert í Matvælastofnun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. október 2021 08:00 Hlöðver Magnússon með mynd af Kobba. Ásta harðneitaði að láta mynda sig með þeim félögum þann daginn. „Þetta er hans mál," eins og hún sagði. vísir/vilhelm „Ég skil ekkert í Matvælastofnun að hafa ruðst inn til greyið stráksins til að reyna taka af honum refinn,“ segir Hlöðver Magnússon, fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni. Og kona hans, Ástríður Sveinsdóttir, eða Ásta, tekur undir með honum: „Já, mér finnst það bara dónaskapur,“ segir hún. Hjónin áttu sjálf ref árið 1993 og voru þekkt fyrir að ganga um með hann í bandi. Hjónin, sem verða bæði áttræð á næsta ári, buðu blaðamanni heim til sín austur fyrir fjall til að segja sögu refsins Kobba. Tilefnið er mál Matvælastofnunar gegn TikTok-stjörnunni Ágústi Beinteini Árnasyni og ref hans Gústa Jr., sem fréttastofa hefur greint frá, en stofnunin ruddist í vikunni inn á heimili hans með lögreglu og leitarheimild til að taka af honum refinn. Hann fannst þó ekki við húsleitina. Tók refinn með í búð undir jakkanum Hlöðver starfaði hjá lögreglunni í rúm 40 ár og var á tímabili þekktur fyrir að eiga refinn Kobba. Þegar ég sest niður í stofuna á heimili þeirra hjóna er Hlöðver þegar búinn að taka saman allar þær myndir sem hann á af refnum. Hann sýnir mér þær allar og það má greinilega greina bæði stolt og ástúð í rödd gamla mannsins þegar hann talar um rebba. „Hann gerði allt sem hann vildi, skal ég segja þér,“ er það fyrsta sem hann segir um Kobba. Hér er refurinn Kobbi í ræðustól í Tungufellskirkju. Örugglega eini alvörurefurinn sem hefur staðið þar, þó um það megi reyndar deila hvort það sé algengara en maður myndi halda í fyrstu að refir standi í ræðupúltum kirkna, eins og Hlöðver bendir á. Hlöðver Magnússon Og á eftir fylgja nokkrar sögur. „Ég mátti ekki fara með hann í matvörubúð á sínum tíma. En það var allt í lagi því ég stakk honum bara undir jakkann minn. Maður bjargaði sér!“ Ásta kemur nú inn í stofu til okkar og sest við hliðina á mér: „Þú sendir draug á undan þér! Ég varð svo syfjuð hérna áðan.“ En Hlöðver kemur mér til bjargar: „Nei, við skulum kenna ljósmyndaranum um það!“ Og ég tek feginn undir – langar ekkert til að eiga mér fylgju. Alveg eins og kötturinn „Mikið var hann fallegur, hann Kobbi,“ segi ég á meðan ég fletti í gegn um óteljandi ljósmyndir af refnum. Það er ekki hægt annað en að dást að gömlum myndum af Kobba ref.Hlöðver Magnússon „Já, og góður,“ leggur Ásta áherslu á. „Hann gerði aldrei neinum neitt. Ekki baun! Þetta er náttúrulega villt dýr og við tökum hann að okkur og gerum hann að okkar. Þetta var bara heimilisdýr.“ „Hann var bara eins og kötturinn,“ segir Hlöðver og bendir á hina bröndóttu Molly sem labbar inn í stofu til okkar. „Ég er að koma heim með ref!“ Ásta rifjar það upp þegar Kobbi kom inn á heimilið. „Ég get sagt þér það að ég er ekkert sveitabarn og ég var alveg eins og kjáni þegar hann sagðist vera að fara á greni,“ segir Ásta en þá var Hlöðver að fara á refaveiðar með félaga sínum, sem var refaskytta. „Svo hringir hann, og hann getur verið háðskur, og segir: „Ég er að koma heim með ref!“ Ég trúði því nú varla en síðan er hann kominn þessi litli. Og hann var svo umkomulaus greyið.“ Kobbi litli þegar hann var nýkominn á heimili hjónanna á Selfossi árið 1993.Hlöðver Magnússon Á ekki til orð yfir Matvælastofnun Við snúum talinu að stóra refamálinu í dag. Hvað finnst þeim hjónum um að verið sé að reyna að taka ref af dreng í bænum? Og að löggan skuli hreinlega ryðjast inn með húsleitarheimild? „Ég skal segja þér eitt að ég held að það sé nú fyrst og fremst Matvælastofnun. Fyrst og fremst. Sko, löggan fer í húsleit og allt í lagi með það. En að einhver frá Matvælastofnun komi vaðandi inn og inn í eldhússkápa og eitthvað… heldurðu að menn geymi þetta í eldhússkápum? Ég á bara ekki til orð yfir þessu,“ segir Hlöðver. „Mér finnst allavega hart að löggan komi. Ég held að löggan hafi nóg annað að gera. Og mér finnst það bara dónaskapur,“ tekur Ásta undir. Og Hlöðver er auðvitað ekki ókunnugur störfum lögreglunnar. En var ekki alveg eins bannað að halda villt dýr árið 1993 og nú? „Jú, jú. En mikil skelfing, það var ekkert gert. Enginn sagði neitt og það höfðu bara allir gaman af honum Kobba. Og krakkarnir alveg sérstaklega,“ segir Hlöðver. Kobbi með krökkunum.Hlöðver Magnússon „Ég kom oft niður á lögreglustöðina í Reykjavík, ég þekkti þá alla þar, og einu sinni fórum við tveir í kaffi og ég spurði varðstjórann sem var með okkur hvort ég mætti ekki labba með hann niður Laugaveginn. Það var löng þögn. Svo sagði hann: Jú ef þú hefur hann í bandi. Auðvitað geri ég það, ég sleppi honum ekki lausum. Hann er bara alltaf með mér. Þá mátti ég það.“ „Ef þessum unga pilti þykir vænt um dýrið og fer vel með það. Þá finnst mér þetta allt í lagi. Það sakar engan. Ef hann er ekki fyrir neinum eða að gera neinum mein þá sé ég ekkert að þessu,“ segir Ásta. „Þetta er bara eins og með kisur og voffa. Þetta er ósköp svipað,“ segir Hlöðver. Kom þegar kallað var á hann Og hann fer að rifja upp hvernig var að eiga ref. Það var í raun alls ekki ósvipað því að eiga hund að hans sögn. Svo klár og vel upp alinn var Kobbi meira að segja að hann kom þegar kallað var á hann og þekkti nafn sitt. „Einu sinni fór ég með hann á Dýraspítalann því hann var eitthvað máttlaus í afturfótunum. Þá sat ég bara með rebba í fanginu á mér og hélt ekki einu sinni í hann. Og honum var nákvæmlega sama um öll þau dýr sem löbbuðu fram hjá honum, hvort sem það voru stórir eða litlir hundar eða kettir.“ Hlöðveri fannst gaman að rifja upp sögur af Kobba ref. Hann skilur ekkert í því að drengurinn í Reykjavík megi ekki vera með sinn ref í friði, svo lengi sem hann geri engum mein.vísir/vilhelm „Ég held þetta fari allt eftir því, með svona dýr sem eru tekin úr náttúrunni, bara hvernig maðurinn kemur fram við þau,“ segir Ásta. Það er ljóst af því hvernig þau tala um Kobba að þau sakna hans mikið. En hefur þeim aldrei dottið í hug að sækja sér annan yrðling? „Nei ekki enn þá,“ segir Hlöðver. „Ekki enn þá?“ spyr Ásta og fer að hlæja. „Það kemur ekki til greina. Þetta er bara of mikil vinna fyrir okkur. Og svo var verst hvað það gat komið alveg hrikaleg lykt af honum.“ „Konan segist fara ef ég fæ mér annan,“ hvíslar Hlöðver að mér. „En ég hafði alveg ógurlega gaman af honum. Við fórum einu sinni á Hveravellina. Þar hittum við fullt af fólki, meðal annars Þjóðverja, sem vildi kaupa Kobba. Manni skildist það að það væri ekki spurning um peninga. Það var bara hvað viltu fá fyrir hann. En það bara kom ekki til greina.“ Hjónin njóta sín vel á eftirlaununum þó þau segist reyndar hafa einangrast nokkuð í faraldrinum. Og í stað Kobba refs heldur kötturinn Molly þeim félagsskap í bili. Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Árborg Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hjónin, sem verða bæði áttræð á næsta ári, buðu blaðamanni heim til sín austur fyrir fjall til að segja sögu refsins Kobba. Tilefnið er mál Matvælastofnunar gegn TikTok-stjörnunni Ágústi Beinteini Árnasyni og ref hans Gústa Jr., sem fréttastofa hefur greint frá, en stofnunin ruddist í vikunni inn á heimili hans með lögreglu og leitarheimild til að taka af honum refinn. Hann fannst þó ekki við húsleitina. Tók refinn með í búð undir jakkanum Hlöðver starfaði hjá lögreglunni í rúm 40 ár og var á tímabili þekktur fyrir að eiga refinn Kobba. Þegar ég sest niður í stofuna á heimili þeirra hjóna er Hlöðver þegar búinn að taka saman allar þær myndir sem hann á af refnum. Hann sýnir mér þær allar og það má greinilega greina bæði stolt og ástúð í rödd gamla mannsins þegar hann talar um rebba. „Hann gerði allt sem hann vildi, skal ég segja þér,“ er það fyrsta sem hann segir um Kobba. Hér er refurinn Kobbi í ræðustól í Tungufellskirkju. Örugglega eini alvörurefurinn sem hefur staðið þar, þó um það megi reyndar deila hvort það sé algengara en maður myndi halda í fyrstu að refir standi í ræðupúltum kirkna, eins og Hlöðver bendir á. Hlöðver Magnússon Og á eftir fylgja nokkrar sögur. „Ég mátti ekki fara með hann í matvörubúð á sínum tíma. En það var allt í lagi því ég stakk honum bara undir jakkann minn. Maður bjargaði sér!“ Ásta kemur nú inn í stofu til okkar og sest við hliðina á mér: „Þú sendir draug á undan þér! Ég varð svo syfjuð hérna áðan.“ En Hlöðver kemur mér til bjargar: „Nei, við skulum kenna ljósmyndaranum um það!“ Og ég tek feginn undir – langar ekkert til að eiga mér fylgju. Alveg eins og kötturinn „Mikið var hann fallegur, hann Kobbi,“ segi ég á meðan ég fletti í gegn um óteljandi ljósmyndir af refnum. Það er ekki hægt annað en að dást að gömlum myndum af Kobba ref.Hlöðver Magnússon „Já, og góður,“ leggur Ásta áherslu á. „Hann gerði aldrei neinum neitt. Ekki baun! Þetta er náttúrulega villt dýr og við tökum hann að okkur og gerum hann að okkar. Þetta var bara heimilisdýr.“ „Hann var bara eins og kötturinn,“ segir Hlöðver og bendir á hina bröndóttu Molly sem labbar inn í stofu til okkar. „Ég er að koma heim með ref!“ Ásta rifjar það upp þegar Kobbi kom inn á heimilið. „Ég get sagt þér það að ég er ekkert sveitabarn og ég var alveg eins og kjáni þegar hann sagðist vera að fara á greni,“ segir Ásta en þá var Hlöðver að fara á refaveiðar með félaga sínum, sem var refaskytta. „Svo hringir hann, og hann getur verið háðskur, og segir: „Ég er að koma heim með ref!“ Ég trúði því nú varla en síðan er hann kominn þessi litli. Og hann var svo umkomulaus greyið.“ Kobbi litli þegar hann var nýkominn á heimili hjónanna á Selfossi árið 1993.Hlöðver Magnússon Á ekki til orð yfir Matvælastofnun Við snúum talinu að stóra refamálinu í dag. Hvað finnst þeim hjónum um að verið sé að reyna að taka ref af dreng í bænum? Og að löggan skuli hreinlega ryðjast inn með húsleitarheimild? „Ég skal segja þér eitt að ég held að það sé nú fyrst og fremst Matvælastofnun. Fyrst og fremst. Sko, löggan fer í húsleit og allt í lagi með það. En að einhver frá Matvælastofnun komi vaðandi inn og inn í eldhússkápa og eitthvað… heldurðu að menn geymi þetta í eldhússkápum? Ég á bara ekki til orð yfir þessu,“ segir Hlöðver. „Mér finnst allavega hart að löggan komi. Ég held að löggan hafi nóg annað að gera. Og mér finnst það bara dónaskapur,“ tekur Ásta undir. Og Hlöðver er auðvitað ekki ókunnugur störfum lögreglunnar. En var ekki alveg eins bannað að halda villt dýr árið 1993 og nú? „Jú, jú. En mikil skelfing, það var ekkert gert. Enginn sagði neitt og það höfðu bara allir gaman af honum Kobba. Og krakkarnir alveg sérstaklega,“ segir Hlöðver. Kobbi með krökkunum.Hlöðver Magnússon „Ég kom oft niður á lögreglustöðina í Reykjavík, ég þekkti þá alla þar, og einu sinni fórum við tveir í kaffi og ég spurði varðstjórann sem var með okkur hvort ég mætti ekki labba með hann niður Laugaveginn. Það var löng þögn. Svo sagði hann: Jú ef þú hefur hann í bandi. Auðvitað geri ég það, ég sleppi honum ekki lausum. Hann er bara alltaf með mér. Þá mátti ég það.“ „Ef þessum unga pilti þykir vænt um dýrið og fer vel með það. Þá finnst mér þetta allt í lagi. Það sakar engan. Ef hann er ekki fyrir neinum eða að gera neinum mein þá sé ég ekkert að þessu,“ segir Ásta. „Þetta er bara eins og með kisur og voffa. Þetta er ósköp svipað,“ segir Hlöðver. Kom þegar kallað var á hann Og hann fer að rifja upp hvernig var að eiga ref. Það var í raun alls ekki ósvipað því að eiga hund að hans sögn. Svo klár og vel upp alinn var Kobbi meira að segja að hann kom þegar kallað var á hann og þekkti nafn sitt. „Einu sinni fór ég með hann á Dýraspítalann því hann var eitthvað máttlaus í afturfótunum. Þá sat ég bara með rebba í fanginu á mér og hélt ekki einu sinni í hann. Og honum var nákvæmlega sama um öll þau dýr sem löbbuðu fram hjá honum, hvort sem það voru stórir eða litlir hundar eða kettir.“ Hlöðveri fannst gaman að rifja upp sögur af Kobba ref. Hann skilur ekkert í því að drengurinn í Reykjavík megi ekki vera með sinn ref í friði, svo lengi sem hann geri engum mein.vísir/vilhelm „Ég held þetta fari allt eftir því, með svona dýr sem eru tekin úr náttúrunni, bara hvernig maðurinn kemur fram við þau,“ segir Ásta. Það er ljóst af því hvernig þau tala um Kobba að þau sakna hans mikið. En hefur þeim aldrei dottið í hug að sækja sér annan yrðling? „Nei ekki enn þá,“ segir Hlöðver. „Ekki enn þá?“ spyr Ásta og fer að hlæja. „Það kemur ekki til greina. Þetta er bara of mikil vinna fyrir okkur. Og svo var verst hvað það gat komið alveg hrikaleg lykt af honum.“ „Konan segist fara ef ég fæ mér annan,“ hvíslar Hlöðver að mér. „En ég hafði alveg ógurlega gaman af honum. Við fórum einu sinni á Hveravellina. Þar hittum við fullt af fólki, meðal annars Þjóðverja, sem vildi kaupa Kobba. Manni skildist það að það væri ekki spurning um peninga. Það var bara hvað viltu fá fyrir hann. En það bara kom ekki til greina.“ Hjónin njóta sín vel á eftirlaununum þó þau segist reyndar hafa einangrast nokkuð í faraldrinum. Og í stað Kobba refs heldur kötturinn Molly þeim félagsskap í bili.
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Árborg Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31
Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30
Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05