Öruggt hjá Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Arsenal gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Leikmenn Arsenal gátu leyft sér að fagna í kvöld. EPA-EFE/NEIL HALL

Arsenal vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á Aston Villa í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Thomas Partey kom Arsenal yfir með sínu fyrsta marki fyrir Arsenal er hann skallaði hornspyrnu Emile Smith-Rowe í netið um miðbik fyrri hálfleiks. Það var töluvert bætt við fyrri hálfleik og undir lok uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu.

Pierre-Emerick Aubameyang fór á punktinn en Emiliano Martinez varði spyrnu hans. Frákastið féll hins vegar fyrir Aubameyang sem skoraði af öryggi.

Smith-Rowe fullkomnaði leik sinn með þriðja marki Arsenal eftir rúman tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Staðan orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Jacob Ramsey minnkaði muninn fyrir Aston Villa undir lok leiks.

Mark Ramsey var hins vegar aðeins sárabótarmark og Arsenal vann sannfærandi 3-1 sigur í kvöld.

Sigurinn lyftir Arsenal upp í 9. sæti með 14 stig á meðan Aston Villa er í 13. sæti með 10 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira