Öruggt hjá Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2021 21:00 Leikmenn Arsenal gátu leyft sér að fagna í kvöld. EPA-EFE/NEIL HALL Arsenal vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á Aston Villa í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Thomas Partey kom Arsenal yfir með sínu fyrsta marki fyrir Arsenal er hann skallaði hornspyrnu Emile Smith-Rowe í netið um miðbik fyrri hálfleiks. Það var töluvert bætt við fyrri hálfleik og undir lok uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Pierre-Emerick Aubameyang fór á punktinn en Emiliano Martinez varði spyrnu hans. Frákastið féll hins vegar fyrir Aubameyang sem skoraði af öryggi. Smith-Rowe fullkomnaði leik sinn með þriðja marki Arsenal eftir rúman tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Staðan orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Jacob Ramsey minnkaði muninn fyrir Aston Villa undir lok leiks. Mark Ramsey var hins vegar aðeins sárabótarmark og Arsenal vann sannfærandi 3-1 sigur í kvöld. 5 - Arsenal have won five of their last seven home league games (D1 L1), as many victories as they enjoyed at the Emirates in the 16 on home soil before that (D4 L7). Upwards. #ARSAVL pic.twitter.com/pyywuYJuu3— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2021 Sigurinn lyftir Arsenal upp í 9. sæti með 14 stig á meðan Aston Villa er í 13. sæti með 10 stig. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á Aston Villa í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Thomas Partey kom Arsenal yfir með sínu fyrsta marki fyrir Arsenal er hann skallaði hornspyrnu Emile Smith-Rowe í netið um miðbik fyrri hálfleiks. Það var töluvert bætt við fyrri hálfleik og undir lok uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Pierre-Emerick Aubameyang fór á punktinn en Emiliano Martinez varði spyrnu hans. Frákastið féll hins vegar fyrir Aubameyang sem skoraði af öryggi. Smith-Rowe fullkomnaði leik sinn með þriðja marki Arsenal eftir rúman tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Staðan orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Jacob Ramsey minnkaði muninn fyrir Aston Villa undir lok leiks. Mark Ramsey var hins vegar aðeins sárabótarmark og Arsenal vann sannfærandi 3-1 sigur í kvöld. 5 - Arsenal have won five of their last seven home league games (D1 L1), as many victories as they enjoyed at the Emirates in the 16 on home soil before that (D4 L7). Upwards. #ARSAVL pic.twitter.com/pyywuYJuu3— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2021 Sigurinn lyftir Arsenal upp í 9. sæti með 14 stig á meðan Aston Villa er í 13. sæti með 10 stig.