Lífið

Tveggja ára dóttir ný­s þing­manns á lista Creditin­fo: „Hvað hef ég gert?“

Þorgils Jónsson skrifar
Kristrún Frostadóttir fékk ferska innsýn í líf stjórnmálafólks á dögunum.
Kristrún Frostadóttir fékk ferska innsýn í líf stjórnmálafólks á dögunum.

Þingmannahlutverkinu fylgja ýmsar breytingar á persónulegum högum þeirra sem taka það að sér, en Kristrún Frostadóttir, nýbakaður þingmaður Samfylkingarinnar, rak þó upp stór augu á dögunum.

Þá barst tveggja ára dóttur hennar bréf frá Creditinfo þess efnis að hún væri komin á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla.

Það varð Kristrúnu að tísti:

Í samtali við Vísi sagði Kristrún að hún hafi sett þetta fram í léttum dúr, en auðvitað væri fullkomlega eðlilegt að reglur sem slíkar væru til um stjórnmálafólk og aðstandendur.

„Það eru kannski einhver sjónarhorn um að það þurfi að taka til barna ef maður er að taka þátt í bankaviðskiptum, en það hefur ekki reynt á það í okkar tilviki. Ég hef ekki stundað nein bankaviðskipti fyrir hönd dóttur minnar og satt að segja var þetta eitt af fyrstu bréfunum sem berst inn um lúguna sem er stílað á hana.“

Þetta sé kómískt að vissu leyti, en það áhugaverðasta frá sjónarmiði Kristrúnar var að þetta gæfi góða innsýn í stjórnmálaheiminn sem hún hefur nú stigið inn í.

„Maður sér hvaða áhrif ákvarðanirnar sem maður tekur í lífinu geta haft, að tveggja ára barn sé komið á svona lista. En ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á hana.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×