Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 09:30 Chris Paul átti frábæran leik í nótt EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum sem var jafn í fyrsta leikhluta en svo tóku Phoenix við sér og völtuðu yfir Lakers. Náðu mest 33 stiga forskoti en lokatölur í leiknum voru 115-105, piltunum frá Arizona í vil. Lebron James skoraði 25 stig fyrir Lakers . Liðsenn Lakers létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það sauð uppúr á kafla í leiknum þegar að Anthony Davis og Dwight Howard lentu í útistöðum á bekknum. Ekki mikill kærleikur þarna en stríðsöxin var þó grafin síðar í leiknum. Dwight Howard and AD beefing on the Lakers bench pic.twitter.com/u85lIRpxqP— Complex Sports (@ComplexSports) October 23, 2021 Í baunaborginni Boston tóku heimamenn á móti mikið breyttu liði Toronto Raptors. Það er skemmst frá því að segja að Kanadamennirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri á lánlausum Boston, sem byrja tímabilið á tveimur tapleikjum. Það er huggun harmi gegn að það eru enn 80 leikir eftir til þess að rétta úr kútnum. Nýliðinn Scottie Barnes, sem margir höfðu sett spurningamerki við, fór á kostum í leiknum og skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hjá heimamönnum var Jayson Tatum atkvæðamestur með 18 stig. Cherry on top 25p - 13r - @ScottBarnes561 pic.twitter.com/utMGZAIzff— Toronto Raptors (@Raptors) October 23, 2021 Önnur úrslit næturinn voru eftirfarandi: Charlotte Hornest vann Cleveland 123-112, New York Knicks vann auðveldan 121-96 sigur á Orlando Magic, Washington Wizards hafði betur gegn Indiana Pacers, 135-134 eftir framlengingu, Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers 114-109, Chicago Bulls valtaði yfir Zion-lausa New Orleans Pelicans 128-112, Houston Rockets unnu Oklahoma City Thunder 124-91, Denver Nuggets unnu nauman 102-96 sigur á San Antonio Spurs og Utah Jazz kláraði Sacramento Kings á lokametrunum, lokatölur þar 110-101. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum sem var jafn í fyrsta leikhluta en svo tóku Phoenix við sér og völtuðu yfir Lakers. Náðu mest 33 stiga forskoti en lokatölur í leiknum voru 115-105, piltunum frá Arizona í vil. Lebron James skoraði 25 stig fyrir Lakers . Liðsenn Lakers létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það sauð uppúr á kafla í leiknum þegar að Anthony Davis og Dwight Howard lentu í útistöðum á bekknum. Ekki mikill kærleikur þarna en stríðsöxin var þó grafin síðar í leiknum. Dwight Howard and AD beefing on the Lakers bench pic.twitter.com/u85lIRpxqP— Complex Sports (@ComplexSports) October 23, 2021 Í baunaborginni Boston tóku heimamenn á móti mikið breyttu liði Toronto Raptors. Það er skemmst frá því að segja að Kanadamennirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri á lánlausum Boston, sem byrja tímabilið á tveimur tapleikjum. Það er huggun harmi gegn að það eru enn 80 leikir eftir til þess að rétta úr kútnum. Nýliðinn Scottie Barnes, sem margir höfðu sett spurningamerki við, fór á kostum í leiknum og skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hjá heimamönnum var Jayson Tatum atkvæðamestur með 18 stig. Cherry on top 25p - 13r - @ScottBarnes561 pic.twitter.com/utMGZAIzff— Toronto Raptors (@Raptors) October 23, 2021 Önnur úrslit næturinn voru eftirfarandi: Charlotte Hornest vann Cleveland 123-112, New York Knicks vann auðveldan 121-96 sigur á Orlando Magic, Washington Wizards hafði betur gegn Indiana Pacers, 135-134 eftir framlengingu, Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers 114-109, Chicago Bulls valtaði yfir Zion-lausa New Orleans Pelicans 128-112, Houston Rockets unnu Oklahoma City Thunder 124-91, Denver Nuggets unnu nauman 102-96 sigur á San Antonio Spurs og Utah Jazz kláraði Sacramento Kings á lokametrunum, lokatölur þar 110-101.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira