Biðtími krabbameinssjúklinga lengist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 20:01 Anna Margrét Bjarnadóttir er formaður Brakkasamtakanna. stöð2 Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu. BRCA er brjóstkrabbameinsgen sem getur verið af tegundinni BRCA1 og BRCA2 en þær eru meinvaldandi stökkbreytingar. Í gær fjölluðum við um ljósmyndasýninguna: Of ung fyrir krabbamein? sem meðal annars er sett upp til þess að vekja athygli á því að endurskoða þurfi framkvæmd eftirlits hjá þeim sem bera meinvaldandi stökkbreytingu og þá sérstaklega ungu fólki. „Því miður eru tölur sem sýna fram á að síðastliðin ár er biðtími að lengjast frá því að þú greinist með krabbamein og þar til þú færð fyrsta viðtal hjá skurðlækni. Einnig er áhyggjuefni að við höfum dregist aftur úr varðandi skimun og eftirlit og erum komin langt niður fyrir Norðurlöndin varðandi þátttöku í skimun,“ sagði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna. Hún segir að þeir sem leiti til brakkasamtakanna hafi kvartað undan flóknum ferlum í kerfinu. Mikilvægt sé að einfalda kerfið og þá ferla sem fara í gang þegar einstaklingur greinist með krabbamein eða meinvaldandi stökkbreytingu. „Bæði varðandi hvert þú ferð í eftirlit og ef þú finnur hnút sjálfur við sjálfsskoðun, að þú vitir hvert þú átt að hringja og biðtími sé alls ekki langur að komast að.“ Árið 2018 var vefurinn arfgerð.is opnaður en hann er á vegum íslenskrar erfðagreiningar. Þar getur fólk óskað eftir upplýsingum um hvort það beri BRCA2 -stökkbreytingar sem auka verulega líkur á arfgengu krabbameini. Anna Margrét segir að eftir að vefurinn var opnaður hafi margir leitað til erfðaráðgjafar Landspítalans sem sé mjög jákvætt. Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga aða arfgerð.is veiti eingöngu upplýsingar um BRCA 2 en ekki BRCA 1. „Ég hef fengið til mín konur sem hafa fengið neikvæða niðurstöðu þar og Halda jafnvel að þær séu ekki með hááhættu og ekki arfberi en þá er það önnur erfðabreyting sem gerði það að verkum að þú ert með krabbamein.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
BRCA er brjóstkrabbameinsgen sem getur verið af tegundinni BRCA1 og BRCA2 en þær eru meinvaldandi stökkbreytingar. Í gær fjölluðum við um ljósmyndasýninguna: Of ung fyrir krabbamein? sem meðal annars er sett upp til þess að vekja athygli á því að endurskoða þurfi framkvæmd eftirlits hjá þeim sem bera meinvaldandi stökkbreytingu og þá sérstaklega ungu fólki. „Því miður eru tölur sem sýna fram á að síðastliðin ár er biðtími að lengjast frá því að þú greinist með krabbamein og þar til þú færð fyrsta viðtal hjá skurðlækni. Einnig er áhyggjuefni að við höfum dregist aftur úr varðandi skimun og eftirlit og erum komin langt niður fyrir Norðurlöndin varðandi þátttöku í skimun,“ sagði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna. Hún segir að þeir sem leiti til brakkasamtakanna hafi kvartað undan flóknum ferlum í kerfinu. Mikilvægt sé að einfalda kerfið og þá ferla sem fara í gang þegar einstaklingur greinist með krabbamein eða meinvaldandi stökkbreytingu. „Bæði varðandi hvert þú ferð í eftirlit og ef þú finnur hnút sjálfur við sjálfsskoðun, að þú vitir hvert þú átt að hringja og biðtími sé alls ekki langur að komast að.“ Árið 2018 var vefurinn arfgerð.is opnaður en hann er á vegum íslenskrar erfðagreiningar. Þar getur fólk óskað eftir upplýsingum um hvort það beri BRCA2 -stökkbreytingar sem auka verulega líkur á arfgengu krabbameini. Anna Margrét segir að eftir að vefurinn var opnaður hafi margir leitað til erfðaráðgjafar Landspítalans sem sé mjög jákvætt. Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga aða arfgerð.is veiti eingöngu upplýsingar um BRCA 2 en ekki BRCA 1. „Ég hef fengið til mín konur sem hafa fengið neikvæða niðurstöðu þar og Halda jafnvel að þær séu ekki með hááhættu og ekki arfberi en þá er það önnur erfðabreyting sem gerði það að verkum að þú ert með krabbamein.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. 23. október 2021 20:04