Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. október 2021 20:25 Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd. vísir/hulda margrét „Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag. „Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“ KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Vörn og markvarsla er klárlega það sem skóp þetta í dag, hraðaupphlaupin sömuleiðis frábær. Þegar þú vinnur svona sannfærandi sigur þá eru yfirleitt flestir þættir sem tikka. Við drógum tennurnar úr KA mönnum, þeir fundu sig ekki alveg en ég tek ekkert af mínum strákum. Þeir voru geggjaðir í kvöld.“ Valsmenn voru að vinna með 8 mörkum í hálfleik, 8-16 en héldu áfram að keyra á KA menn í seinni hálfleik. „Ég var mjög ánægður með það. Við töluðum um þetta í hálfleik. Það er hættuleg staða að vera með svona mörg mörk á þá. Sömuleiðis voru við að byrja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri en við byrjuðum bara strax af sama krafti og ég gat rúllað vel á liðinu sem var mjög gott.“ Björgvin Páll Gústafson var frábær í marki Valsmanna í dag, með 53% markvörslu þegar hann var tekinn út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Það var eðlilega ekki út af frammistöðunni en mér fannst við bara vera með leikinn í höndunum. Sakai Motoki hefur fengið að spila lítið þannig það var gott að geta gefið honum mínútur. Á meðan Bjöggi er að verja svona vel er erfitt að koma Motoki að. Hann hefur alveg skilning fyrir því. Ég held að Bjöggi sé ekkert í fýlu þótt ég hafi tekið hann út af.“ Valsmenn eru afar sannfærandi og hafa unnið fyrstu fimm leiki deildarinnar og virka óstöðvandi. „Það getur vel verið en ég er búinn að segja það mörgum sinnum áður að við erum kannski aðeins framar öðrum liðum bara út af prógramminu sem við áttum í byrjun móts. Við getum ekkert horft mikið í það þótt við séum búnir að sigra þessa fimm leiki. Við erum góðir eins og er en það er líka kúnst að halda því og geta verið gott lið. Við þurfum að sýna gæði og auðmýkt hvað það varðar en við þurfum bara að halda áfram. Vinna í okkar málum og reyna að vera betri, finna hluti sem við getum lagað. Það gerist ekkert í október það vita það allir.“ Það voru margir leikmenn sem fengu að spila í Valsliðinu í dag, mikill breidd og gæði í hópnum. „Ég er að rúlla vel á liðinu. Við erum með tvo utan hóps, góðir leikmenn sem eru að glíma við meiðsli. Það er frábært fyrir mig sem þjálfara og kannski bara hausverkur að það sé breidd í liðinu en það er geggjað að menn séu bara að grípa tækifærið og finna taktinn saman. Það held ég að eigi ekki að vera slæmur hlutur.“ Valsmenn eiga útileik á móti Stjörnunni í næstu umferð. Stjarnan hefur sömuleiðis verið á siglingu í deildinni og höfðu unnið 4 leiki af 4 mögulegum þegar síðustu umferð leik. Því um toppslag að ræða. „Það verður bara spennandi. Stjarnan er búið að vera gott á tímabilinu og ná í frábær úrslit. Við vorum að ströggla með þá í fyrra þannig að við kíkjum bara á það í rútunni á leiðinni heim og svo bara mætum við brattir á fimmtudaginn.“
KA Valur Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira