Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er á meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta.
Herinn hefur enn ekki tjáð sig um atburðina en mannréttindasamtök í landinu hafa hvatt fólk til að mótmæla aðgerðunum á götum úti.
Átök hafa verið á milli ráðherranna og hersins um nokkurn tíma en bráðabirgðastjórninni var komið á laggirnar með samþykki hersins fyrir um tveimur árum þegar leiðtoginn Omar al-Bashir var hrakinn frá völdum.
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru hermenn víða sjáanlegir á götum úti í Súdan og hefur alþjóðaflugvellinum í höfuðborginni Khartoum verið lokað. Þá virðist netsamband liggja niðri í höfuðborginni.