Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:16 Hundruð ef ekki þúsundir Súdana hafa leitað á götur út til að mótmæla valdaráni hersins sem framið var í morgun. Minnst þrír hafa fallið og áttatíu særst samkvæmt upplýsingum frá Samtökum súdanskra lækna. AP Photo/Ashraf Idris Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um valdaránið. Samband lækna í Súdan birti færslu á Facebook í dag þar sem fram kemur að minnst þrír hafi fallið eftir að hafa verið skotnir í átökum við herinn. Þá hafi minnst áttatíu særst í átökunum. Greint var frá því í morgun að nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans hafi verið handteknir á heimilum sínum í nótt. Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar til að koma á lýðræði í landinu eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga setu á valdastóli fyrir tveimur árum síðan. Abdel Fattah al-Burhan, herforingi og formaður ráðs sem herinn og almenningur áttu sæti í, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í landinu og hvatti herinn til að tryggja öryggi landsmanna. Fregnir hafa borist af því að fulltrúar almennings í ráðinu sem al-Burhan fer fyrir hafi verið handteknir. „Við lofum því að herinn mun standa við að koma á lýðræði í landinu og að almenningur muni fá að kjósa í ríkisstjórn,“ sagði hann og boðaði kosningar í júlí 2023. Hamdok forsætisráðherra er haldið ásamt nokkrum ráðherra sinna á óþekktum stað en hann er sagður neita að gefa út yfirlýsingu um stuðning við herinn. Þetta sagði í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins sem virðist enn undir stjórn stuðningsmanna Hamdoks. Ráðuneytið kallaði yfirlýsingu al-Burhans merki um valdarán hersins og kallaði eftir að almenningur streitist á móti. Tugir þúsunda hafa í dag leitað á götur út og mótmælt hernum en þeim mætt kúlnahríð, að minnsta kosti í höfuðborginni Khartoum. Í borginni Omdurman hafa mótmælendur sett upp vegatálma og kalla þeir nú eftir því að almenningur fái að stjórna landinu, í fyrsta sinn í áratugi. Fréttin var uppfærð með nýjum tölum frá Sambandi súdanskra lækna. Súdan Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um valdaránið. Samband lækna í Súdan birti færslu á Facebook í dag þar sem fram kemur að minnst þrír hafi fallið eftir að hafa verið skotnir í átökum við herinn. Þá hafi minnst áttatíu særst í átökunum. Greint var frá því í morgun að nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans hafi verið handteknir á heimilum sínum í nótt. Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar til að koma á lýðræði í landinu eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga setu á valdastóli fyrir tveimur árum síðan. Abdel Fattah al-Burhan, herforingi og formaður ráðs sem herinn og almenningur áttu sæti í, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í landinu og hvatti herinn til að tryggja öryggi landsmanna. Fregnir hafa borist af því að fulltrúar almennings í ráðinu sem al-Burhan fer fyrir hafi verið handteknir. „Við lofum því að herinn mun standa við að koma á lýðræði í landinu og að almenningur muni fá að kjósa í ríkisstjórn,“ sagði hann og boðaði kosningar í júlí 2023. Hamdok forsætisráðherra er haldið ásamt nokkrum ráðherra sinna á óþekktum stað en hann er sagður neita að gefa út yfirlýsingu um stuðning við herinn. Þetta sagði í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins sem virðist enn undir stjórn stuðningsmanna Hamdoks. Ráðuneytið kallaði yfirlýsingu al-Burhans merki um valdarán hersins og kallaði eftir að almenningur streitist á móti. Tugir þúsunda hafa í dag leitað á götur út og mótmælt hernum en þeim mætt kúlnahríð, að minnsta kosti í höfuðborginni Khartoum. Í borginni Omdurman hafa mótmælendur sett upp vegatálma og kalla þeir nú eftir því að almenningur fái að stjórna landinu, í fyrsta sinn í áratugi. Fréttin var uppfærð með nýjum tölum frá Sambandi súdanskra lækna.
Súdan Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira