Mikið áfall að fara á breytingaskeiðið aðeins 32 ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 21:00 Jónína Margrét Sigurðardóttir er á breytingaskeiðinu, aðeins 32 ára. Vísir/Einar Kona um þrítugt sem gengur nú í gegnum breytingaskeið segir það hafa verið mikið áfall að fá greininguna. Hún mun ekki geta eignast fleiri börn og stendur frammi fyrir strangri lyfjagjöf næstu áratugina. Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira