Benedikt: Fengum flugeldasýningu frá Óla Óla Smári Jökull Jónsson skrifar 25. október 2021 21:30 Benedikt Guðmundsson hefur byrjað vel með Njarðvíkurliðið sem tapaði þó í kvöld. Vísir / Hulda Margrét „Klárlega ekki okkar besta frammistaða en ýmislegt jákvætt. Ég er ekki að detta í þunglyndi þó við höfum tapað þessum leik, þetta var 50/50 leikur á erfiðum útivelli gegn góðu liði,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. „Það er erfitt að vinna á útivelli í þessari deild, þú þarft að hitta á toppleik og við náðum því ekki núna. Við fengum flugeldasýningu frá Óla Óla sem skipti algjörlega sköpum,“ en áðurnefndur Ólafur skoraði sjö þriggja stiga körfur í kvöld. Fotios Lampropoulos fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta hjá Njarðvík og það gerði baráttuna undir körfunni gegn hinum geysiöfluga Ivan Aurrecoechea enn erfiðari. „Við erum búnir að vera alveg að sársaukamörkum varðandi meiðsli og það var vont að missa Loga Gunnarsson. Það síðasta sem við máttum við núna var að missa mann í villuvandræði og hvað þá Fotios. Ef einhver hefði átt að lenda í því þá mátti það ekki vera hann. Það gerðist og við vorum ekki sammála því.“ „Mér fannst við ná að halda okkur inni í leiknum á meðan. Síðan snerist þetta um hver ætlaði að setja stóra skotið í lokin og það kom frá þeim.“ Ákefðin var mikil hjá leikmönnum og þjálfurum í kvöld. Benedikt og Daníel Guðni Guðmundsson kollegi hans hinu megin fengu báðir tæknivillur og það var vel mætt í stúkuna þar sem stemmningin var frábær. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og leikirnir í dag eru flestir eins og úrslitakeppnin var fyrir nokkrum árum. Áður fyrr var talað um að toppa í úrslitakeppninni og menn kannski ekki beint að spara sig, en mögulega ekki að setja allt sem þeir áttu svona snemma á tímabilinu.“ „Núna þarftu bara að gera það frá byrjun til þess að vera með í úrslitakeppninni því það eru alltaf einhver góð lið sem sitja eftir. Þess vegna eru leikirnir eins og þetta sé úrslitakeppni alltaf,“ sagði Benedikt að lokum. UMF Grindavík UMF Njarðvík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 87-82 | Grindvíkingar fyrstir að leggja Njarðvíkinga Grindavík vann góðan 87-82 sigur á Njarðvíkingum í 4.umferð Subway deildarinnar í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Tapið er það fyrsta hjá Njarðvík á tímabilinu. 25. október 2021 22:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
„Það er erfitt að vinna á útivelli í þessari deild, þú þarft að hitta á toppleik og við náðum því ekki núna. Við fengum flugeldasýningu frá Óla Óla sem skipti algjörlega sköpum,“ en áðurnefndur Ólafur skoraði sjö þriggja stiga körfur í kvöld. Fotios Lampropoulos fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta hjá Njarðvík og það gerði baráttuna undir körfunni gegn hinum geysiöfluga Ivan Aurrecoechea enn erfiðari. „Við erum búnir að vera alveg að sársaukamörkum varðandi meiðsli og það var vont að missa Loga Gunnarsson. Það síðasta sem við máttum við núna var að missa mann í villuvandræði og hvað þá Fotios. Ef einhver hefði átt að lenda í því þá mátti það ekki vera hann. Það gerðist og við vorum ekki sammála því.“ „Mér fannst við ná að halda okkur inni í leiknum á meðan. Síðan snerist þetta um hver ætlaði að setja stóra skotið í lokin og það kom frá þeim.“ Ákefðin var mikil hjá leikmönnum og þjálfurum í kvöld. Benedikt og Daníel Guðni Guðmundsson kollegi hans hinu megin fengu báðir tæknivillur og það var vel mætt í stúkuna þar sem stemmningin var frábær. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og leikirnir í dag eru flestir eins og úrslitakeppnin var fyrir nokkrum árum. Áður fyrr var talað um að toppa í úrslitakeppninni og menn kannski ekki beint að spara sig, en mögulega ekki að setja allt sem þeir áttu svona snemma á tímabilinu.“ „Núna þarftu bara að gera það frá byrjun til þess að vera með í úrslitakeppninni því það eru alltaf einhver góð lið sem sitja eftir. Þess vegna eru leikirnir eins og þetta sé úrslitakeppni alltaf,“ sagði Benedikt að lokum.
UMF Grindavík UMF Njarðvík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 87-82 | Grindvíkingar fyrstir að leggja Njarðvíkinga Grindavík vann góðan 87-82 sigur á Njarðvíkingum í 4.umferð Subway deildarinnar í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Tapið er það fyrsta hjá Njarðvík á tímabilinu. 25. október 2021 22:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 87-82 | Grindvíkingar fyrstir að leggja Njarðvíkinga Grindavík vann góðan 87-82 sigur á Njarðvíkingum í 4.umferð Subway deildarinnar í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Tapið er það fyrsta hjá Njarðvík á tímabilinu. 25. október 2021 22:15