Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 11:11 Margir hafa lagt leið sína að vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad, suður af miðborg Stokkhólms, til að minnast Einár. AP Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Expressen, en morðið hefur leitt til mikillar umræðu í Svíþjóð um tengsl rappara og glæpasamtaka og rappmenninguna í landinu almennt. Hefur innanríkisráðherrann Mikael Damberg til að mynda sagt texta margra rappara varpa dýrðarljóma á glæpasamtök í landinu. Svo virðist sem að um hreina aftöku hafi verið að ræða, en lögregla hafði áður fært rapparanum skothelt vesti til að klæðast vegna hótana sem honum hafði borist. Einár klæddist hins vegar ekki slíku vesti kvöldið sem hann var myrtur. Hinn nítján ára Einár, sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg réttu nafni, varð nítján ára. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans.EPA Tveir rapparar í fylgd með Einár Sænskir fjölmiðlar segja að tveir vopnaðir menn hafi hlaupið um tuttugu metra á eftir Einár áður en skotunum var hleypt af. Morðingjarnir hafi ekki skipt sér af þeim tveimur mönnum sem voru í fylgd með rapparanum og einblínt á Einár. Aftonbladet greinir ennfremur frá því að skotið hafi verið á mennina tvo sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður en Einár var ráðinn bani. Þetta eigi að hafa gerst í upptökustúdíói í iðnaðarhverfi í Sätra, úthverfi Stokkhólms á miðvikudagskvöldinu. Enginn særðist í þeirri árás, en skothylki fundist á staðnum. Á samfélagsmiðlum mátti sjá að Einár hafi varið síðustu dögum með mönnunum tveimur og benda færslur á samfélagsmiðlum til þess að þeir hafi verið að vinna saman að tónlist. Annar mannanna tveggja hefur ekkert viljað tjá sig í samskiptum við lögreglu eftir morðið. Blaðið segir ennfremur að mennirnir tveir séu með tengsl við glæpasamtök í Järva, norður af Stokkhólmi, og hafi þeir áður hlotið dóma fyrir gróf afbrot. Grunur um leigumorð Heimildarmenn Expressen innan lögreglunnar segja allt benda til að um leigumorð hafi verið að ræða. Morð sem þessi séu tíð í undirheimum Svíþjóðar þar sem ungir menn eru fengnir til að fremja morð í þeirri von að klífa metorðastigann innan glæpasamtaka. „Það er alveg klárt að það er einhver ofar í keðjunni sem hefur pantað þetta morð,“ segir heimildarmaður blaðsins. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins á Einár, eða þá skotárásinni í Sätra, kvöldið fyrir morðið. DN segir frá því að enn sem komið er hafa rúmlega hundrað manns verið yfirheyrðir í tenglum við rannsókn málsins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tengdar fréttir Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07