Ríkarður Örn Pálsson fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2021 08:41 Íslendingar kannast margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda hér á landi í upphafi tíunda áratugarins. Ísmús Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, er látinn, 75 ára að aldri. Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“ Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“
Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira