Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 10:44 Meðlimir glæpagengja Haítí eru bæði fleiri og betur vopnaðir en lögreglan. AP/Rodrigo Abd Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise. Haítí Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise.
Haítí Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira