Fyrrum leikmaður Aftureldingar byggir fyrsta leikvanginn í eigu kvennaliðs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 15:01 Brittany Matthews með unnusta sínum Patrick Mahomes sem spilar með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni og er einn sá launahæsti í heimi. Getty/Rob Carr Kvennalið í Bandaríkjunum hafa hingað til fengið inni á leikvöngum annarra íþróttaliða en í Kansas City verður þetta öðruvísi í framtíðinni. Eigendur Kansas City liðsins í bandarísku NWSL kvennadeildinni hafa tilkynnt að þeir ætli að byggja nýjan leikvang fyrir kvennaliðið sitt. NEWS: KC NWSL and @portkc finalize plans for the first NWSL purpose-built stadium at Kansas City Riverfront. https://t.co/vFaEgghbZe pic.twitter.com/dRdssuo58S— KC NWSL (@KCWoSo) October 26, 2021 Einn af eigendum liðsins er Brittany Matthews, fyrrum leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ og unnusta Patrick Mahomes, stórstjörnu NFL liðsins Kansas City Chiefs. Hún ásamt hinum eigendunum Angie Long og Chris Long tilkynntu í gær plön sín um að byggja nýja ellefu þúsund manna leikvang sem mun kosta sjötíu milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða íslenskra króna. Brittany Matthews spilaði með Aftureldingu sumarið 2017 og skoraði þá 2 mörk í 5 leikjum í 2. deildinni. Meðal liðsfélaga hennar voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem báðar spiluðu með íslenska A-landsliðinu í sigrinum á Kýpur í gærkvöldi. Nú hefur Brittany lagt skóna á hilluna en einbeitir sér meðal annars að því að byggja upp kvennafótboltalið í borginni sem hún býr. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Star (@thekansascitystar) Framkvæmdir munu hefjast næsta vor eða næsta sumar og það er stefnt að því að klára leikvanginn fyrir árið 2024. Félagið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að byggja fimmtán milljón dollara æfingasvæði í útborg Kansas City sem heitir Riverside. Nýi leikvangurinn mun rísa á bökkum Missouri árinnar nálægt miðbæ Kansas City. Kansas City er að byrja sitt fyrsta tímabil og mun byrja á því að spila heimaleiki sína á Legends Field leikvanginum í Kansas City sem er aðallega notaður sem hafnarboltavöllur. Fótbolti Afturelding Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Eigendur Kansas City liðsins í bandarísku NWSL kvennadeildinni hafa tilkynnt að þeir ætli að byggja nýjan leikvang fyrir kvennaliðið sitt. NEWS: KC NWSL and @portkc finalize plans for the first NWSL purpose-built stadium at Kansas City Riverfront. https://t.co/vFaEgghbZe pic.twitter.com/dRdssuo58S— KC NWSL (@KCWoSo) October 26, 2021 Einn af eigendum liðsins er Brittany Matthews, fyrrum leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ og unnusta Patrick Mahomes, stórstjörnu NFL liðsins Kansas City Chiefs. Hún ásamt hinum eigendunum Angie Long og Chris Long tilkynntu í gær plön sín um að byggja nýja ellefu þúsund manna leikvang sem mun kosta sjötíu milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða íslenskra króna. Brittany Matthews spilaði með Aftureldingu sumarið 2017 og skoraði þá 2 mörk í 5 leikjum í 2. deildinni. Meðal liðsfélaga hennar voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem báðar spiluðu með íslenska A-landsliðinu í sigrinum á Kýpur í gærkvöldi. Nú hefur Brittany lagt skóna á hilluna en einbeitir sér meðal annars að því að byggja upp kvennafótboltalið í borginni sem hún býr. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Star (@thekansascitystar) Framkvæmdir munu hefjast næsta vor eða næsta sumar og það er stefnt að því að klára leikvanginn fyrir árið 2024. Félagið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að byggja fimmtán milljón dollara æfingasvæði í útborg Kansas City sem heitir Riverside. Nýi leikvangurinn mun rísa á bökkum Missouri árinnar nálægt miðbæ Kansas City. Kansas City er að byrja sitt fyrsta tímabil og mun byrja á því að spila heimaleiki sína á Legends Field leikvanginum í Kansas City sem er aðallega notaður sem hafnarboltavöllur.
Fótbolti Afturelding Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira