Alfreð loksins tilbúinn og „ljótur sigur“ í kvöld gæti breytt ýmsu Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 14:32 Alfreð Finnbogason kom inn á og spilaði í fimm mínútur gegn Arminia Bielefeld 17. október en hafði þá ekki spilað í þýsku deildinni síðan í maí. Getty/Stefan Puchner Á árinu 2021 hefur Alfreð Finnbogason aðeins þrisvar sinnum verið í byrjunarliði þýska liðsins Augsburg. Nú er hann tilbúinn að byrja leiki á ný, þjálfara sínum til mikillar ánægju. Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Sjá meira