Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. október 2021 16:22 Vond lykt í Lauganeshverfi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólgan er í samræmi við spá hagfræðideildar bankans en húsnæðisverð hækkaði þó meira en sérfræðingar áttu von á. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið frá því í febrúar en í október mældist ríflega 15 prósent hækkun á húsnæðisverði á tólf mánaða grundvelli og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2017. Talið er að verðhækkanir á fasteignamarkaði muni fara minnkandi á næstu mánuðum og gerir hagfræðideild bankans ráð fyrir að íbúðaverð hækki um níu prósent á næsta ári en fjögur til fimm prósent næstu tvö ár þar á eftir. Verðbólga án húsnæðis hefur þó hjaðnað jafnt og þétt á árinu og munar nú 1,5 prósentustigum milli verðbólgumælingar með og án húsnæðis. Ekki hefur verið meiri munur þar á frá því í apríl 2018. Auk hækkunar húsnæðisverðs hafði hækkun á bensíni og olíu, og húsgögnum og heimilisbúnaði, mest áhrif til hækkunar á verðbólgu. Lækkun flugfargjalda til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar. Verðbólga hefur einnig farið vaxandi í helstu viðskiptalöndum Íslands á undanförnum mánuðum en verðhækkanir hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af hækkun hrávöruverðs, orkuverðs og flutningskostnaði. Í Bandaríkjunum mældist verðbólga 5,4 prósent í september og hefur ekki mælst hærri í fimmtán ár. Svipaða sögu má segja á evrusvæðinu þar sem verðbólgan var 3,4 prósent í september og hefur heldur ekki verið jafn mikil í þrettán ár. Verði verðbólga enn há í heimshagkerfinu gæti það leitt til frekari verðbólgu með tilheyrandi kostnaði. Slíkt muni skila sér hingað til Íslands í hærra innflutningsverði og hærri verðbólgu. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Verðbólgan er í samræmi við spá hagfræðideildar bankans en húsnæðisverð hækkaði þó meira en sérfræðingar áttu von á. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið frá því í febrúar en í október mældist ríflega 15 prósent hækkun á húsnæðisverði á tólf mánaða grundvelli og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2017. Talið er að verðhækkanir á fasteignamarkaði muni fara minnkandi á næstu mánuðum og gerir hagfræðideild bankans ráð fyrir að íbúðaverð hækki um níu prósent á næsta ári en fjögur til fimm prósent næstu tvö ár þar á eftir. Verðbólga án húsnæðis hefur þó hjaðnað jafnt og þétt á árinu og munar nú 1,5 prósentustigum milli verðbólgumælingar með og án húsnæðis. Ekki hefur verið meiri munur þar á frá því í apríl 2018. Auk hækkunar húsnæðisverðs hafði hækkun á bensíni og olíu, og húsgögnum og heimilisbúnaði, mest áhrif til hækkunar á verðbólgu. Lækkun flugfargjalda til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar. Verðbólga hefur einnig farið vaxandi í helstu viðskiptalöndum Íslands á undanförnum mánuðum en verðhækkanir hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af hækkun hrávöruverðs, orkuverðs og flutningskostnaði. Í Bandaríkjunum mældist verðbólga 5,4 prósent í september og hefur ekki mælst hærri í fimmtán ár. Svipaða sögu má segja á evrusvæðinu þar sem verðbólgan var 3,4 prósent í september og hefur heldur ekki verið jafn mikil í þrettán ár. Verði verðbólga enn há í heimshagkerfinu gæti það leitt til frekari verðbólgu með tilheyrandi kostnaði. Slíkt muni skila sér hingað til Íslands í hærra innflutningsverði og hærri verðbólgu.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04