Enski boltinn

Meistararnir úr leik eftir vítaspyrnukeppni | Tottenham marði Burnley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn West Ham fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn.
Leikmenn West Ham fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images

Fimm leikir fóru fram í enska deildarbikarnum í fótbolta í kvöld og þar með er ljóst hvaða lið eru komin áfram í átta liða úrslit. Ríkjandi meistarar í Manchester City eru úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn West Ham.

Eftir reglubundnar 90 mínútur var staðan markalaus í leik Manchester City og West Ham United og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.

Phil Foden klikkaði á fyrstu spyrnu City, en allar fimm spyrnur West Ham enduðu í netinu. Niðurstaðan að vítaspyrnukeppni lokinni varð því 5-3 sigur West Ham og liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á laugardaginn.

Meistararnir í Manchester City eru hins vegar úr leik.

Lucas Moura skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur gegn Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Markið kom á 68. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Emerson Royal.

Sergi Canos og Ivan Toney sáu um markaskorun Brentford sem vann 2-1 sigur gegn Stoke, en Romaine Sawyers minnkaði muninn fyrir heimamenn eftir tæplega klukkutíma leik.

Þá mættust Leicester og Brighton einnig í kvöld, en þar þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 að 90 mínútum loknum. Harvey Barnes og Adamola Lookman skoruðu mörk Leicester, en Adam Webster og Enock Mwepu skoruðu mörk Brighton.

Enock Mwepu og Neal Maupay klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Brighton, en leikmenn Leicester skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum og fara því áfram.


Tengdar fréttir

Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum

Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×