Enski boltinn

West Ham mun eiga næst stærsta völl úrvalsdeildarfélaganna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
West Ham mun geta tekið við allt að 67.000 áhorfendum á næstu árum.
West Ham mun geta tekið við allt að 67.000 áhorfendum á næstu árum. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið West Ham United mun geta tekið á móti allt að 67.000 áhorfendum á heimavöll sinn, London Stadium, á næstu árum.

Félagið hefur fengið skipulegsleyfi fyrir því að bæta við fleiri sætum á völlinn, en London Stadium tekur 60.000 manns í sæti.

Með leyfinu getur félagið bætt við 2.500 sætum í þessum fyrsta áfanga, en það gerir völlinn að þeim næst stærsta meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni.

Stærstur er heimavöllur Manchester United, Old Trafford, en hann tekur rúmlega 74.000 áhorfendur. Næstur þar á eftir kemur nýbyggður völlur Tottenham, en hann tekur 62.303 áhorfendur, og mun West Ham því toppa nágranna sína um 197 sæti í fyrsta áfanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×