Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Eiður Þór Árnason skrifar 27. október 2021 21:57 Áætlun Péturs og Miru um opnun gistihúss raskast þegar örlögin grípa í taumanna. Aðsend Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira