Dópsalinn, hinn 48 ára gamli Stephen Walter, játaði að hafa viljandi dreift töflum sem enduðu að lokum í höndum rapparans. Töflurnar hafði hann dulbúið sem verkjalyfið oxycodone en það er töluvert vægara heldur en fentanýl. Efnið síðarnefnda er sagt vera allt að 50 sinnum sterkara en heróín, að sögn BBC.
Rapparinn hafði reglulega tjáð sig opinberlega um eiturlyfjafíkn en krufningarskýrsla leiddi í ljós að ofneysla áfengis, kókaíns og ópíóðalyfsins fentanýls hafi leitt hann til dauða. Miller var 26 ára gamall þegar hann lést.