Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2021 22:46 Starfsmenn Borgarverks leggja bundið slitlag á nýja kaflann í Dynjandisvogi í dag. Borgarverk/Einar Örn Arnarson Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnað útsýnið af þjóðveginum um Dynjandisheiði en Vestfjarðastofa og Íslandsstofa segja að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum. En eru vestfirskir vegir tilbúnir að mæta svona auglýsingu? Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Ja.. - það er náttúrlega alltaf spurning hvað er tilbúið. Við stefnum allavega eins hratt og við mögulega getum að gera þetta þannig að það verði nóg að gera á Vestfjörðum í ferðamennsku,“ svarar Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni í Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Og það hyllir undir næstu vegabætur. Í dag hófu starfsmenn Borgarverks að leggja bundið slitlag á 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda og vonast til að ljúka klæðningunni um hádegisbil á morgun. Stefnt er síðan á að opna kaflann umferð eftir helgi, samkvæmt upplýsingum Einars Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Klæðningarflokkurinn í Mjólkárhlíð í Arnarfirði í dag. Þar færist vegurinn úr fjallshlíðinni niður undir fjöruborð.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Þá vinna starfsmenn ÍAV í átta kílómetra kafla upp úr Vatnsfirði að gatnamótum Bíldudalsvegar og stefnt að því opna hluta hans í næsta mánuði. Það ræðst þó af veðri hvort næst að leggja á hann slitlag fyrir veturinn. „Þar erum við vel á undan fjáráætlun og höfum reynt að vinna það eins hratt og vel og við getum. Við verðum að vinna þar líklega í allan vetur og fram á næsta vor, ef veður leyfir, og svo erum við búnir að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir næsta kafla.“ Frá þjóðveginum um Dynjandisheiði. Myndin var tekin í síðasta mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson Sá kafli er tólf kílómetra langur efst á Dynjandisheiði. Það er hins vera óvíst hvenær hægt verður að bjóða hann út. „Miðað við samgönguáætlun þá er ekki fé í verkefnið akkúrat núna. Það kemur mest inn 2023 og 2024.“ -Þannig að óbreyttu verður ekki hægt að bjóða þetta út og hefjast handa fyrr en 2023? „Nei, ég vil ekki segja að það sé þannig. Það bara.. við erum að gera allt klárt og viljum komast áfram. En það verður að koma í ljós,“ svarar Sigurþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hóp ferðamanna við fossinn Dynjanda í síðasta mánuði: Vegagerð Ísafjarðarbær Vesturbyggð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18 Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnað útsýnið af þjóðveginum um Dynjandisheiði en Vestfjarðastofa og Íslandsstofa segja að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum. En eru vestfirskir vegir tilbúnir að mæta svona auglýsingu? Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Ja.. - það er náttúrlega alltaf spurning hvað er tilbúið. Við stefnum allavega eins hratt og við mögulega getum að gera þetta þannig að það verði nóg að gera á Vestfjörðum í ferðamennsku,“ svarar Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni í Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Og það hyllir undir næstu vegabætur. Í dag hófu starfsmenn Borgarverks að leggja bundið slitlag á 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda og vonast til að ljúka klæðningunni um hádegisbil á morgun. Stefnt er síðan á að opna kaflann umferð eftir helgi, samkvæmt upplýsingum Einars Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Klæðningarflokkurinn í Mjólkárhlíð í Arnarfirði í dag. Þar færist vegurinn úr fjallshlíðinni niður undir fjöruborð.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Þá vinna starfsmenn ÍAV í átta kílómetra kafla upp úr Vatnsfirði að gatnamótum Bíldudalsvegar og stefnt að því opna hluta hans í næsta mánuði. Það ræðst þó af veðri hvort næst að leggja á hann slitlag fyrir veturinn. „Þar erum við vel á undan fjáráætlun og höfum reynt að vinna það eins hratt og vel og við getum. Við verðum að vinna þar líklega í allan vetur og fram á næsta vor, ef veður leyfir, og svo erum við búnir að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir næsta kafla.“ Frá þjóðveginum um Dynjandisheiði. Myndin var tekin í síðasta mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson Sá kafli er tólf kílómetra langur efst á Dynjandisheiði. Það er hins vera óvíst hvenær hægt verður að bjóða hann út. „Miðað við samgönguáætlun þá er ekki fé í verkefnið akkúrat núna. Það kemur mest inn 2023 og 2024.“ -Þannig að óbreyttu verður ekki hægt að bjóða þetta út og hefjast handa fyrr en 2023? „Nei, ég vil ekki segja að það sé þannig. Það bara.. við erum að gera allt klárt og viljum komast áfram. En það verður að koma í ljós,“ svarar Sigurþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hóp ferðamanna við fossinn Dynjanda í síðasta mánuði:
Vegagerð Ísafjarðarbær Vesturbyggð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18 Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18
Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45