Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2021 22:46 Starfsmenn Borgarverks leggja bundið slitlag á nýja kaflann í Dynjandisvogi í dag. Borgarverk/Einar Örn Arnarson Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnað útsýnið af þjóðveginum um Dynjandisheiði en Vestfjarðastofa og Íslandsstofa segja að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum. En eru vestfirskir vegir tilbúnir að mæta svona auglýsingu? Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Ja.. - það er náttúrlega alltaf spurning hvað er tilbúið. Við stefnum allavega eins hratt og við mögulega getum að gera þetta þannig að það verði nóg að gera á Vestfjörðum í ferðamennsku,“ svarar Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni í Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Og það hyllir undir næstu vegabætur. Í dag hófu starfsmenn Borgarverks að leggja bundið slitlag á 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda og vonast til að ljúka klæðningunni um hádegisbil á morgun. Stefnt er síðan á að opna kaflann umferð eftir helgi, samkvæmt upplýsingum Einars Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Klæðningarflokkurinn í Mjólkárhlíð í Arnarfirði í dag. Þar færist vegurinn úr fjallshlíðinni niður undir fjöruborð.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Þá vinna starfsmenn ÍAV í átta kílómetra kafla upp úr Vatnsfirði að gatnamótum Bíldudalsvegar og stefnt að því opna hluta hans í næsta mánuði. Það ræðst þó af veðri hvort næst að leggja á hann slitlag fyrir veturinn. „Þar erum við vel á undan fjáráætlun og höfum reynt að vinna það eins hratt og vel og við getum. Við verðum að vinna þar líklega í allan vetur og fram á næsta vor, ef veður leyfir, og svo erum við búnir að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir næsta kafla.“ Frá þjóðveginum um Dynjandisheiði. Myndin var tekin í síðasta mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson Sá kafli er tólf kílómetra langur efst á Dynjandisheiði. Það er hins vera óvíst hvenær hægt verður að bjóða hann út. „Miðað við samgönguáætlun þá er ekki fé í verkefnið akkúrat núna. Það kemur mest inn 2023 og 2024.“ -Þannig að óbreyttu verður ekki hægt að bjóða þetta út og hefjast handa fyrr en 2023? „Nei, ég vil ekki segja að það sé þannig. Það bara.. við erum að gera allt klárt og viljum komast áfram. En það verður að koma í ljós,“ svarar Sigurþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hóp ferðamanna við fossinn Dynjanda í síðasta mánuði: Vegagerð Ísafjarðarbær Vesturbyggð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18 Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnað útsýnið af þjóðveginum um Dynjandisheiði en Vestfjarðastofa og Íslandsstofa segja að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum. En eru vestfirskir vegir tilbúnir að mæta svona auglýsingu? Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson „Ja.. - það er náttúrlega alltaf spurning hvað er tilbúið. Við stefnum allavega eins hratt og við mögulega getum að gera þetta þannig að það verði nóg að gera á Vestfjörðum í ferðamennsku,“ svarar Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni í Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Og það hyllir undir næstu vegabætur. Í dag hófu starfsmenn Borgarverks að leggja bundið slitlag á 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda og vonast til að ljúka klæðningunni um hádegisbil á morgun. Stefnt er síðan á að opna kaflann umferð eftir helgi, samkvæmt upplýsingum Einars Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Klæðningarflokkurinn í Mjólkárhlíð í Arnarfirði í dag. Þar færist vegurinn úr fjallshlíðinni niður undir fjöruborð.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Þá vinna starfsmenn ÍAV í átta kílómetra kafla upp úr Vatnsfirði að gatnamótum Bíldudalsvegar og stefnt að því opna hluta hans í næsta mánuði. Það ræðst þó af veðri hvort næst að leggja á hann slitlag fyrir veturinn. „Þar erum við vel á undan fjáráætlun og höfum reynt að vinna það eins hratt og vel og við getum. Við verðum að vinna þar líklega í allan vetur og fram á næsta vor, ef veður leyfir, og svo erum við búnir að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir næsta kafla.“ Frá þjóðveginum um Dynjandisheiði. Myndin var tekin í síðasta mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson Sá kafli er tólf kílómetra langur efst á Dynjandisheiði. Það er hins vera óvíst hvenær hægt verður að bjóða hann út. „Miðað við samgönguáætlun þá er ekki fé í verkefnið akkúrat núna. Það kemur mest inn 2023 og 2024.“ -Þannig að óbreyttu verður ekki hægt að bjóða þetta út og hefjast handa fyrr en 2023? „Nei, ég vil ekki segja að það sé þannig. Það bara.. við erum að gera allt klárt og viljum komast áfram. En það verður að koma í ljós,“ svarar Sigurþór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hóp ferðamanna við fossinn Dynjanda í síðasta mánuði:
Vegagerð Ísafjarðarbær Vesturbyggð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18 Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. 28. október 2021 13:18
Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. 28. október 2021 08:21
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45