Anníe Mist eyddi hálftíma á dag í hitaþjálfun í gufubaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er að fara að keppa á sínu fyrsta CrossFit móti síðan að hún náði þriðja sætinu á heimsleikunum í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þegar þú býrð í kuldanum á Íslandi en ert á leið út til Texas til að keppa í miklum hita og miklum raka þá er um að gera að finna leið til þess að undirbúa sig. Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira