Ísland: há laun – dýrt að lifa og búa Drífa Snædal skrifar 29. október 2021 14:31 Í gær var það staðfest með útgáfu haustskýrslu kjaratölfræðinefndar að sá árangur sem stefnt var að með kjarasamningunum 2019 náðist. Laun hafa hækkað umfram verðlag og lægstu laun hafa hækkað mest. Skilgreint er hversu stór hluti kjarabótanna kom í gegnum styttingu vinnuvikunnar og er það einnig staðfest að hið opinbera leiðir þá vegferð. Eins og við mátti búast er því slegið upp í fjölmiðlum að laun séu mjög há hér á landi og megum við vera stolt af því að hafa náð árangri með sterkri verkalýðshreyfingu. Það verður hins vegar að halda því til haga með sama hætti að það er töluvert dýrara að lifa hér heldur en víðast hvar. Matvöruverð er hærra, húsnæðiskostnaður sömuleiðis og aðrir þættir sem nauðsynlegir eru til að njóta lífsins. Það er því töluverð einföldun að segja bara frá launum en ekki útgjöldum. Eftir stendur að fjöldi fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og vegur húsnæðiskostnaður þar einna þyngst. Það mun skipta öllu máli í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári til hvaða aðgerða ný ríkisstjórn grípur til með það að markmiði að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi. Verkalýðshreyfingin mun ekki liggja á liði sínu í þeim efnum. Versta birtingarmynd erfiðs húsnæðismarkaðar er búseta í óöruggu atvinnuhúsnæði. Það er húsnæði sem er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, öryggismál geta verið í lamasessi og aðbúnaður ekki mannsæmandi. Það er því fagnaðarefni að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Alþýðusamband Íslands hafa tekið höndum saman um að kortleggja þessa búsetu með það að markmiði að tryggja öryggi fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Ætlunin er að gera þetta svo um allt land. Ástæða þess að Alþýðusambandið leggur mikla vinnu í þetta verkefni er að þarna eru félagar í verkalýðsfélögum sem búa við óviðunandi aðstæður og við viljum fylgja því eftir að úr verði bætt. Við leggjum meðal annars til eftirlitsfulltrúa sem eru sérþjálfaðir í að ná sambandi við fólk og byggja upp traust. Sérstök áhersla er á tryggja öryggi fólks þar sem það er, en alls ekki að ógna húsnæðis- eða atvinnuöryggi þess. Þótt ýmsir vilji draga úr eftirliti og oft á forsendum sem eru ekki verjandi, þá er það hluti af gangverki okkar. Eftirlit stéttarfélaganna hefur til að mynda bjargað fjölda fólks úr óviðunandi aðstæðum, aukið möguleika til að fá kjör leiðrétt og aðbúnað bættan. Ekki síst veitir eftirlitið atvinnurekendum aðhald og á því er svo sannarlega oft þörf. Góð helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í gær var það staðfest með útgáfu haustskýrslu kjaratölfræðinefndar að sá árangur sem stefnt var að með kjarasamningunum 2019 náðist. Laun hafa hækkað umfram verðlag og lægstu laun hafa hækkað mest. Skilgreint er hversu stór hluti kjarabótanna kom í gegnum styttingu vinnuvikunnar og er það einnig staðfest að hið opinbera leiðir þá vegferð. Eins og við mátti búast er því slegið upp í fjölmiðlum að laun séu mjög há hér á landi og megum við vera stolt af því að hafa náð árangri með sterkri verkalýðshreyfingu. Það verður hins vegar að halda því til haga með sama hætti að það er töluvert dýrara að lifa hér heldur en víðast hvar. Matvöruverð er hærra, húsnæðiskostnaður sömuleiðis og aðrir þættir sem nauðsynlegir eru til að njóta lífsins. Það er því töluverð einföldun að segja bara frá launum en ekki útgjöldum. Eftir stendur að fjöldi fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og vegur húsnæðiskostnaður þar einna þyngst. Það mun skipta öllu máli í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári til hvaða aðgerða ný ríkisstjórn grípur til með það að markmiði að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi. Verkalýðshreyfingin mun ekki liggja á liði sínu í þeim efnum. Versta birtingarmynd erfiðs húsnæðismarkaðar er búseta í óöruggu atvinnuhúsnæði. Það er húsnæði sem er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, öryggismál geta verið í lamasessi og aðbúnaður ekki mannsæmandi. Það er því fagnaðarefni að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Alþýðusamband Íslands hafa tekið höndum saman um að kortleggja þessa búsetu með það að markmiði að tryggja öryggi fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Ætlunin er að gera þetta svo um allt land. Ástæða þess að Alþýðusambandið leggur mikla vinnu í þetta verkefni er að þarna eru félagar í verkalýðsfélögum sem búa við óviðunandi aðstæður og við viljum fylgja því eftir að úr verði bætt. Við leggjum meðal annars til eftirlitsfulltrúa sem eru sérþjálfaðir í að ná sambandi við fólk og byggja upp traust. Sérstök áhersla er á tryggja öryggi fólks þar sem það er, en alls ekki að ógna húsnæðis- eða atvinnuöryggi þess. Þótt ýmsir vilji draga úr eftirliti og oft á forsendum sem eru ekki verjandi, þá er það hluti af gangverki okkar. Eftirlit stéttarfélaganna hefur til að mynda bjargað fjölda fólks úr óviðunandi aðstæðum, aukið möguleika til að fá kjör leiðrétt og aðbúnað bættan. Ekki síst veitir eftirlitið atvinnurekendum aðhald og á því er svo sannarlega oft þörf. Góð helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar