Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 68-94 | Öruggur sigur Stjörnumanna og Þórsarar enn án stiga Árni Gísli Magnússon skrifar 29. október 2021 23:11 vísir/bára Þór og Stjarnan áttust við í 4. umferð Subway deildar karla í dag. Heimamenn stigalausir fyrir leikinn en gestirnir með tvö stig. Eftir jafnan fyrri hálfleik sigu gestirnir fram úr þegar líða fór á seinni hálfleikinn og höfðu að lokum 26 stiga sigur, 68-94. Stjarnan byrjaði mikið betur og voru komnir 11 stigum yfir eftir einungis 6 mínútna leik. David Gabrovsek reyndist Þórsurum erfiður undir körfunni á þessum tíma og var búinn að hirða að minnsta kosti fjögur sóknarfráköst á þessum fyrstu mínútum og skora hátt í 10 stig. Undir lok leikhlutans tóku heimamenn heldur betur við sér og unnu lokakaflann á leikhlutanum 13-0 og breyttu þar með stöðunni úr 12-18 í 25-18. Bouna var öflugur hjá Þór á þessum kafla og var að setja niður góðar körfur. Mikil barátta komst í liðið og voru þeir Baldur Örn og Ragnar Ágústsson að vinna fjölmarga lausa bolta á gólfinu sem mikið var um á þessum tíma. Þórsarar byrjuðu annan leikhluta af sama krafti og þeir luku þeim fyrsta en leikmenn Stjörnunnar rönkuðu þá við sér og úr varð jafn leikur út hálfleikinn. Gestirnir leiddu með þremur stigum í hálfleik og leikurinn galopinn. Í þriðja leikhluta fóru opin skot að detta hjá Stjörnunni sem að voru ýmist að skrúfast upp úr eða fara í hringinn í fyrri í hálfleik. David Gabrovsek var áfram erfiður fyrir heimamenn að glíma við og Gunnar Ólafsson setti niður fjóra þrista og fleiri til lögðu sitt af mörkum. Í fjórða leikhluta stungu gestirnir hreinlega af og fengu minni spámenn að koma inn á hjá báðum liðum og spreyta sig. Ungur strákur hjá Þór, Ólafur Snær Eyjólfsson, kom með skemmtilega innkomu þar sem hann setti niður tvo þrista á skömmum tíma og hirti boltann einu sinni af Stjörnumönnum á þeirra eigin vallarhelmingi. Hann virkaði algjörlega óhræddur og flott reynsla fyrir hann til að leggja inn í bankann. Það breytti því ekki að Stjarnan fór að lokum með stóran sigur heim í fartesktinu, lokatölur 68-94. Af hverju vann Stjarnan? Þeir eru með meiri gæði og miklu meiri breidd í sínum leikmannahóp. Þór hélt sér í leiknum lengi vel á mikilli baráttu og eljusemi en það dugði skammt. Þórsarar þurfa að styrkja sig ef þeir ætla fara kroppa í einhver stig á næstunni. Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndur David Gabrovsek var stiga- og frákastahæstur hjá Stjörnunni með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila einungis í 21. mínútu. Gunnar Ólafsson átti flotta innkomu í síðari hálfleik og setti niður fjögur þriggja stiga skot úr jafn mörgum tilraunum og endaði með 14 stig. Shawn var einnig góður á köflum og fór mikið í gegnum í hann. Hjá Þórsurum stóð Bouna upp úr með 16 stig og 9 fráköst. Eric og Dúi enduðu með 11 og áttu ágætis leik. Dúi hefur þó átt betri leiki en hann þarf kannski líka meira hjálp frá liðsfélögunum. Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að hitta í fyrri hálfeik en það lagaðist heldur betur í seinni. Þórsurum gekk illa að ráða við David undir körfunni og áttu einnig oft í basli með að finna nógu góð opin skotfæri . Hvað gerist næst? Þórsarar fara í Breiðholtið fimmtudaginn 4. nóvember og mæta stigalausum ÍR-ingum í leik sem skiptir miklu máli fyrir bæði lið. Stjarnan fær Keflavík í heimsókn í Garðabæ sama dag og hefjast báðir leikirnir kl. 18:15. Arnar: Bara guði sé lof að vinna Arnar Guðjónsson var ánægður með sigur sinna manna.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir leikinn í dag hafa verið erfiðan þrátt fyrir nokkuð öruggan sigur á löskuðu Þórsliði. „Þeir eru vængbrotnir en það er alltaf sama þegar þú kemur í Þorpið, það er karakter í mönnum hérna og dugnaður og það er eitthvað sem vantar aldrei í Þórslið. Við byrjum ágætlega, komumst einhverjum 10 stigum yfir og við greinilega höldum bara að við ætlum að fara krúsa eitthvað og þeir bara ganga á lagið en við gerðum ágætlega hérna í seinni hálfleik.” Þór náði 13-0 kafla undir lok fyrsta og byrjun annars leikhluta og breyttu stöðunni úr 12-18 í 25-18. Arnar segist frekar ósáttur við það hvernig lið hans fór með boltann á þessum tíma í leiknum. „Í minningunni þá eru svona lausir boltar og fráköst sem við eigum að taka en erum að drolla við það og þeir hirða af okkur tuðruna og við förum í svolítið einstaklingsframtak, hreyfum boltann illa og þeir einfaldlega eru áræðnari en við og ákafari á þessum kafla sérstaklega og það er bara eins og týpískt Þórslið.” „Við ætlum alltaf að reyna vinna í fráköstum en það hefur gengið illa upp á síðkastið og það er eitthvað sem þarf að bæta og við ætluðum að reyna hreyfa boltann betur en það gekk ekkert vel í fyrri hálfleik. Þeir líka bara gerðu vel, eru harðduglegir og seldu sig dýrt og þetta var bara drulluerfitt.” David Gebrovski var frábær í dag og réð vörn Þórs ekkert við hann undir körfunni á meðan hann var inni á vellinum og fannst Arnari það bara skiljanlegt. „Enda kannski svolítið undirmannaðir í dag og hann náði að nýta sér það.” Fyrir leikinn hafði Stjarnan einungis náð í einn sigur í fyrstu þremur leikjunum sem kom gegn ÍR í fyrstu umferð eftir framlengdan leik. Arnar komst vel að orði yfir það hversu feginn hann var að fá loks annan sigur: „Bara guði sé lof að vinna, það er ömurlegt að tapa og þá er mjög ljúft þegar það hefst að fá sigur. Hitt er leiðinlegt fyrir mann sjálfan og örugglega fjölskylduna manns og allt það þegar maður er að tapa mikið, það leggst alveg á sálina”. Subway-deild karla Þór Akureyri Stjarnan
Þór og Stjarnan áttust við í 4. umferð Subway deildar karla í dag. Heimamenn stigalausir fyrir leikinn en gestirnir með tvö stig. Eftir jafnan fyrri hálfleik sigu gestirnir fram úr þegar líða fór á seinni hálfleikinn og höfðu að lokum 26 stiga sigur, 68-94. Stjarnan byrjaði mikið betur og voru komnir 11 stigum yfir eftir einungis 6 mínútna leik. David Gabrovsek reyndist Þórsurum erfiður undir körfunni á þessum tíma og var búinn að hirða að minnsta kosti fjögur sóknarfráköst á þessum fyrstu mínútum og skora hátt í 10 stig. Undir lok leikhlutans tóku heimamenn heldur betur við sér og unnu lokakaflann á leikhlutanum 13-0 og breyttu þar með stöðunni úr 12-18 í 25-18. Bouna var öflugur hjá Þór á þessum kafla og var að setja niður góðar körfur. Mikil barátta komst í liðið og voru þeir Baldur Örn og Ragnar Ágústsson að vinna fjölmarga lausa bolta á gólfinu sem mikið var um á þessum tíma. Þórsarar byrjuðu annan leikhluta af sama krafti og þeir luku þeim fyrsta en leikmenn Stjörnunnar rönkuðu þá við sér og úr varð jafn leikur út hálfleikinn. Gestirnir leiddu með þremur stigum í hálfleik og leikurinn galopinn. Í þriðja leikhluta fóru opin skot að detta hjá Stjörnunni sem að voru ýmist að skrúfast upp úr eða fara í hringinn í fyrri í hálfleik. David Gabrovsek var áfram erfiður fyrir heimamenn að glíma við og Gunnar Ólafsson setti niður fjóra þrista og fleiri til lögðu sitt af mörkum. Í fjórða leikhluta stungu gestirnir hreinlega af og fengu minni spámenn að koma inn á hjá báðum liðum og spreyta sig. Ungur strákur hjá Þór, Ólafur Snær Eyjólfsson, kom með skemmtilega innkomu þar sem hann setti niður tvo þrista á skömmum tíma og hirti boltann einu sinni af Stjörnumönnum á þeirra eigin vallarhelmingi. Hann virkaði algjörlega óhræddur og flott reynsla fyrir hann til að leggja inn í bankann. Það breytti því ekki að Stjarnan fór að lokum með stóran sigur heim í fartesktinu, lokatölur 68-94. Af hverju vann Stjarnan? Þeir eru með meiri gæði og miklu meiri breidd í sínum leikmannahóp. Þór hélt sér í leiknum lengi vel á mikilli baráttu og eljusemi en það dugði skammt. Þórsarar þurfa að styrkja sig ef þeir ætla fara kroppa í einhver stig á næstunni. Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndur David Gabrovsek var stiga- og frákastahæstur hjá Stjörnunni með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila einungis í 21. mínútu. Gunnar Ólafsson átti flotta innkomu í síðari hálfleik og setti niður fjögur þriggja stiga skot úr jafn mörgum tilraunum og endaði með 14 stig. Shawn var einnig góður á köflum og fór mikið í gegnum í hann. Hjá Þórsurum stóð Bouna upp úr með 16 stig og 9 fráköst. Eric og Dúi enduðu með 11 og áttu ágætis leik. Dúi hefur þó átt betri leiki en hann þarf kannski líka meira hjálp frá liðsfélögunum. Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk illa að hitta í fyrri hálfeik en það lagaðist heldur betur í seinni. Þórsurum gekk illa að ráða við David undir körfunni og áttu einnig oft í basli með að finna nógu góð opin skotfæri . Hvað gerist næst? Þórsarar fara í Breiðholtið fimmtudaginn 4. nóvember og mæta stigalausum ÍR-ingum í leik sem skiptir miklu máli fyrir bæði lið. Stjarnan fær Keflavík í heimsókn í Garðabæ sama dag og hefjast báðir leikirnir kl. 18:15. Arnar: Bara guði sé lof að vinna Arnar Guðjónsson var ánægður með sigur sinna manna.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir leikinn í dag hafa verið erfiðan þrátt fyrir nokkuð öruggan sigur á löskuðu Þórsliði. „Þeir eru vængbrotnir en það er alltaf sama þegar þú kemur í Þorpið, það er karakter í mönnum hérna og dugnaður og það er eitthvað sem vantar aldrei í Þórslið. Við byrjum ágætlega, komumst einhverjum 10 stigum yfir og við greinilega höldum bara að við ætlum að fara krúsa eitthvað og þeir bara ganga á lagið en við gerðum ágætlega hérna í seinni hálfleik.” Þór náði 13-0 kafla undir lok fyrsta og byrjun annars leikhluta og breyttu stöðunni úr 12-18 í 25-18. Arnar segist frekar ósáttur við það hvernig lið hans fór með boltann á þessum tíma í leiknum. „Í minningunni þá eru svona lausir boltar og fráköst sem við eigum að taka en erum að drolla við það og þeir hirða af okkur tuðruna og við förum í svolítið einstaklingsframtak, hreyfum boltann illa og þeir einfaldlega eru áræðnari en við og ákafari á þessum kafla sérstaklega og það er bara eins og týpískt Þórslið.” „Við ætlum alltaf að reyna vinna í fráköstum en það hefur gengið illa upp á síðkastið og það er eitthvað sem þarf að bæta og við ætluðum að reyna hreyfa boltann betur en það gekk ekkert vel í fyrri hálfleik. Þeir líka bara gerðu vel, eru harðduglegir og seldu sig dýrt og þetta var bara drulluerfitt.” David Gebrovski var frábær í dag og réð vörn Þórs ekkert við hann undir körfunni á meðan hann var inni á vellinum og fannst Arnari það bara skiljanlegt. „Enda kannski svolítið undirmannaðir í dag og hann náði að nýta sér það.” Fyrir leikinn hafði Stjarnan einungis náð í einn sigur í fyrstu þremur leikjunum sem kom gegn ÍR í fyrstu umferð eftir framlengdan leik. Arnar komst vel að orði yfir það hversu feginn hann var að fá loks annan sigur: „Bara guði sé lof að vinna, það er ömurlegt að tapa og þá er mjög ljúft þegar það hefst að fá sigur. Hitt er leiðinlegt fyrir mann sjálfan og örugglega fjölskylduna manns og allt það þegar maður er að tapa mikið, það leggst alveg á sálina”.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum