„Hefð að eiga smá kósý morgun með sjálfri mér“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. október 2021 10:01 Kristín Guðjónsdóttir býr í Osló þar sem hún starfar á einum eftirsóttasta vinnustað Noregs í gagna- og greiningardeild tryggingafyrirtækis. Kristín segir Norðmenn frábæra fyrirmynd í útivist, þar veigri fólk sér ekkert við að ganga jafnvel klukkustundum saman til að komast í sumarbústaðinn sinn, sem þó er hvorki með vatn né rafmagn! Kristín Guðjónsdóttir starfar hjá 200 ára gömlu tryggingarfyrirtæki í Osló sem enn ratar á lista yfir eftirsóttustu vinnustaðina í Noregi. Kristín heillaðist af Osló eftir að hafa klárað meistaraanám þar, býr ein í lítilli íbúð og líkar vel. Hún segir árið hafa verið krefjandi en skemmtilegt en í Osló hefur hún hægt og rólega verið að kynnast nýju fólki, prófa nýja hluti, læra norsku og byrja í nýju starfi Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Stundum Íslendinga í útlöndum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er með vekjaraklukkuna stillta á hálfsjö en ég vakna yfirleitt ekki fyrr en sjö. Ég er alveg sek um nokkur snooze-a á morgnanna og sérstaklega á veturna þegar það birtir aðeins seinna. Annars fékk ég mér svona vekjaraklukku með dagsljósi og það er algjör snilld.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er yfirleitt að fá mér morgunmat og laga mér kaffi. Eftir að ég flutti út hef ég komið mér upp smá hefð að eiga smá kósý morgun með sjáfri mér, tek morgunmatinn og kaffibollann inn í stofu og skrifa nokkrar línur í dagbókina mína og plana vinnudaginn í höfðinu. Dagurinn verður svo miklu betri ef ég næ að vakna almennilega áður en vinnudagurinn byrjar og fá mér kaffi. Það kemur samt alveg fyrir að ég snooze-a einum of oft og þá hef ég ekki tíma í kósýheit og það sem verra er, þá fæ ég ekki mitt kaffi. Kaffið upp á skrifstofu er ekki beint þekkt fyrir að vera bragðgott, en af einhverjum ástæðum læt ég mig hafa það.“ Hvaða skemmtilega sið/hefð tækir þú með þér heim frá Noregi, ef þú værir að flytja heim? „Ég veit ekki hvort það sé svo sem siður eða hefð en það sem ég dáist að og er að reyna að tileinka mér er útiveran og „nennan“ í fólkinu hér. Þau eru mikið fyrir útivist,í fjallgöngum á sumrin og auðvitað á gönguskíðunum á veturna. Þau mikla líka ekkert fyrir sér að keyra í marga klukkutíma, leggja bílnum einhverstaðar í óbyggðum og ganga nokkra kílómetra með mikinn farangur til þess að eiga kósý daga í sumarbústaðnum sínum, sem er það að auki án rafmagns og vatns! Ég er að taka þetta mér til fyrirmyndar og mun mögulega skella mér á gönguskíðanámskeið seinna í vetur.“ Þessa dagana er Kristín upptekin við skemmtileg innleiðingarverkefni í vinnunni og við að skipuleggja tveggja daga ráðstefnu. Hún segist frekar gamaldags í skipulagi og skrifar verkefnin sín í stílabók. Kristín viðurkennir að hún er snúsari á morgnana. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég vinn í deild sem heitir Analyse privat sem er í rauninni gagna- og greiningadeild fyrir einstaklingstryggingar. Fyrirtækið sem ég vinn hjá heitir Gjensidige og er stærsta tryggingafélagið í Noregi. Það er 200 ára gamalt félag en ratar enn á lista yfir eftirsóknaverðustu vinnustaði í Noregi. Um þessar myndir er ég að vinna í verkefni sem snýst um að innleiða skýjalausn í deildina sem gerir okkur kleift að ná betri hraða og skölun á gagnalausnirnar okkar. Við vinnum þetta í þverfaglegum teymum þannig við erum að læra helling af hvoru öðru sem er mjög skemmtilegt. Það að auki er ég að vinna í að skipuleggja litla ráðstefnu sem við köllum Gjensidige Analytics Summit. Þetta er tveggja daga ráðstefna fyrir alla greinendur (e. analysts/data scientists) innan Gjensidige sem eru um tvöhundruð talsins. Fókusinn verður á að deila þekkingu og það verða kynningar, vinnustofur og pallborðsumræður þar sem við fáum bæði utanaðkomandi aðila og innhúsfólk til þess að ræða um allt sem tengist gögnum, allt frá áhugaverðum verkefnum í nýjustu tækni innan gagnaheimsins. Ég er mjög spennt fyrir ráðstefnunni og ég vona innilega að covid haldi sig á mottunni svo að við þurfum ekki að hafa þetta online viðburð. Það væri nú skemmtilegara að hittast öll í persónu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nú frekar gamaldags og er með litla stílabók þar sem ég skipulegg daginn í byrjun hvers vinnudags. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ég er að þrjóskast við stílabókina en færi mig ekki yfir í tölvuna. Það er eitthvað róandi við að skrifa físískt með gulllituðum glimmer penna í bók í byrjun hvers vinnudags. Ég skrifa semsagt to-do lista í stílabókina mína og stundum bæti ég við tímasetningu fyrir aftan hvert verkefni sem er þá annað hvort tíminn sem ég ætla að vera búin að klára verkefnið eða skipta yfir í annað. Þetta hljómar miklu meira skipulagt en það er raunverulega, þetta er óttalegt krass - eða kannski skipulagt krass? Það er nú eiginlega oftast sem við vinnum ein í verkefnunum okkar og getum þá hagað tímanum okkar eins og við viljum. Hinsvegar, á meðan ég er í þessu innleiðingarverkefni þá er mikið um teymisvinnu og þá plönum við verkefnin okkar mikið saman. Þá fær stílabókin smá hvíld.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er svo sem enginn fastur tími en ætli ég fari ekki yfirleitt upp í rúm um hálfellefu, ellefu. Ég er rosalega kvöldsvæf og það er eiginlega ómögulegt að horfa með mér á sjónvarp á kvöldin því að ég er sofnuð eftir korter.“ Kaffispjallið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00 „Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00 „Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00 Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00 „Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Kristín heillaðist af Osló eftir að hafa klárað meistaraanám þar, býr ein í lítilli íbúð og líkar vel. Hún segir árið hafa verið krefjandi en skemmtilegt en í Osló hefur hún hægt og rólega verið að kynnast nýju fólki, prófa nýja hluti, læra norsku og byrja í nýju starfi Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Stundum Íslendinga í útlöndum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er með vekjaraklukkuna stillta á hálfsjö en ég vakna yfirleitt ekki fyrr en sjö. Ég er alveg sek um nokkur snooze-a á morgnanna og sérstaklega á veturna þegar það birtir aðeins seinna. Annars fékk ég mér svona vekjaraklukku með dagsljósi og það er algjör snilld.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er yfirleitt að fá mér morgunmat og laga mér kaffi. Eftir að ég flutti út hef ég komið mér upp smá hefð að eiga smá kósý morgun með sjáfri mér, tek morgunmatinn og kaffibollann inn í stofu og skrifa nokkrar línur í dagbókina mína og plana vinnudaginn í höfðinu. Dagurinn verður svo miklu betri ef ég næ að vakna almennilega áður en vinnudagurinn byrjar og fá mér kaffi. Það kemur samt alveg fyrir að ég snooze-a einum of oft og þá hef ég ekki tíma í kósýheit og það sem verra er, þá fæ ég ekki mitt kaffi. Kaffið upp á skrifstofu er ekki beint þekkt fyrir að vera bragðgott, en af einhverjum ástæðum læt ég mig hafa það.“ Hvaða skemmtilega sið/hefð tækir þú með þér heim frá Noregi, ef þú værir að flytja heim? „Ég veit ekki hvort það sé svo sem siður eða hefð en það sem ég dáist að og er að reyna að tileinka mér er útiveran og „nennan“ í fólkinu hér. Þau eru mikið fyrir útivist,í fjallgöngum á sumrin og auðvitað á gönguskíðunum á veturna. Þau mikla líka ekkert fyrir sér að keyra í marga klukkutíma, leggja bílnum einhverstaðar í óbyggðum og ganga nokkra kílómetra með mikinn farangur til þess að eiga kósý daga í sumarbústaðnum sínum, sem er það að auki án rafmagns og vatns! Ég er að taka þetta mér til fyrirmyndar og mun mögulega skella mér á gönguskíðanámskeið seinna í vetur.“ Þessa dagana er Kristín upptekin við skemmtileg innleiðingarverkefni í vinnunni og við að skipuleggja tveggja daga ráðstefnu. Hún segist frekar gamaldags í skipulagi og skrifar verkefnin sín í stílabók. Kristín viðurkennir að hún er snúsari á morgnana. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég vinn í deild sem heitir Analyse privat sem er í rauninni gagna- og greiningadeild fyrir einstaklingstryggingar. Fyrirtækið sem ég vinn hjá heitir Gjensidige og er stærsta tryggingafélagið í Noregi. Það er 200 ára gamalt félag en ratar enn á lista yfir eftirsóknaverðustu vinnustaði í Noregi. Um þessar myndir er ég að vinna í verkefni sem snýst um að innleiða skýjalausn í deildina sem gerir okkur kleift að ná betri hraða og skölun á gagnalausnirnar okkar. Við vinnum þetta í þverfaglegum teymum þannig við erum að læra helling af hvoru öðru sem er mjög skemmtilegt. Það að auki er ég að vinna í að skipuleggja litla ráðstefnu sem við köllum Gjensidige Analytics Summit. Þetta er tveggja daga ráðstefna fyrir alla greinendur (e. analysts/data scientists) innan Gjensidige sem eru um tvöhundruð talsins. Fókusinn verður á að deila þekkingu og það verða kynningar, vinnustofur og pallborðsumræður þar sem við fáum bæði utanaðkomandi aðila og innhúsfólk til þess að ræða um allt sem tengist gögnum, allt frá áhugaverðum verkefnum í nýjustu tækni innan gagnaheimsins. Ég er mjög spennt fyrir ráðstefnunni og ég vona innilega að covid haldi sig á mottunni svo að við þurfum ekki að hafa þetta online viðburð. Það væri nú skemmtilegara að hittast öll í persónu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nú frekar gamaldags og er með litla stílabók þar sem ég skipulegg daginn í byrjun hvers vinnudags. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ég er að þrjóskast við stílabókina en færi mig ekki yfir í tölvuna. Það er eitthvað róandi við að skrifa físískt með gulllituðum glimmer penna í bók í byrjun hvers vinnudags. Ég skrifa semsagt to-do lista í stílabókina mína og stundum bæti ég við tímasetningu fyrir aftan hvert verkefni sem er þá annað hvort tíminn sem ég ætla að vera búin að klára verkefnið eða skipta yfir í annað. Þetta hljómar miklu meira skipulagt en það er raunverulega, þetta er óttalegt krass - eða kannski skipulagt krass? Það er nú eiginlega oftast sem við vinnum ein í verkefnunum okkar og getum þá hagað tímanum okkar eins og við viljum. Hinsvegar, á meðan ég er í þessu innleiðingarverkefni þá er mikið um teymisvinnu og þá plönum við verkefnin okkar mikið saman. Þá fær stílabókin smá hvíld.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er svo sem enginn fastur tími en ætli ég fari ekki yfirleitt upp í rúm um hálfellefu, ellefu. Ég er rosalega kvöldsvæf og það er eiginlega ómögulegt að horfa með mér á sjónvarp á kvöldin því að ég er sofnuð eftir korter.“
Kaffispjallið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00 „Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00 „Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00 Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00 „Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00
„Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“ Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 16. október 2021 10:00
„Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2. október 2021 10:00
Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00
„Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01