Fótbolti

Grátlegt tap setur strik í reikninginn í toppbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke þurftu að sætta sig við tap í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke þurftu að sætta sig við tap í kvöld. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke þurftu að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Heidenheim í þýsku B-deildinni í kvöld.

Guðlaugur Victor var í byrjunarliði Schalke, en hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik.

Það stefndi raunar í í ísinn frægi yrði ekkert brotinn í leiknum, þangað til á 89. mínútu þegar Oliver Husing skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn.

Niðurstaðan varð því 1-0 tap Guðlaugs og félaga, en sigur hefði lyft liðinu upp að hlið St. Pauli í efsta sæti deildarinnar. Liðið situr nú í þriðja sæti eftir 12 leiki með 22 stig og hefur leikið einum leik meira en efstu tvö liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×