Anníe sigraði í fyrstu grein og situr í öðru sæti eftir daginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. október 2021 09:36 Annie Mist Þórisdóttir fer vel af stað á Rogue Invitational. mynd/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir situr í öðru sæti eftir fyrsta dag Rogue Invitational-mótsins í Crossfit. Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði fyrstu grein, en tvær greinar fóru fram í gær. Fyrri grein dagsins heitir GORUCK en þar þurfa keppendur að leysa ýmsar þrautir með þungan bakpoka á bakinu á sem bestum tíma. Anníe kom fyrst kvenna í mark á 8 mínútum og 14 sekúndum, tæpum tuttugu sekúndum á undan Gabriela Migala sem komst næst henni. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þuríður Erla Helgadóttir varð sjötta í greininni og Katrín Tanja Davíðsdóttir þrettánda. Í karlaflokki gerði Björgvin Karl Guðmundsson vel og lenti í þriðja sæti. Seinni grein dagsins kallast Bella Complex, en þar keppast keppendur um að lyfta sem mestri þyngd í jafnhendingu, axlapressu, hnébegju og svo loks axlapressu aftur. Anníe varð sjötta í kvennaflokki, en hún lyfti 235 pundum, sem jafngildir tæpum 107 kílóum. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu náði besta árangrinum, og lyfti sér þar með upp fyrir Anníe í efsta sæti. Eftir daginn situr Anníe Mist því í öðru sæti Rogue Invitational með 175 stig, 15 stigum minna en Toomey í fyrsta sætinu. Þuríður Erla féll niður um eitt sæti á milli greina og situr í sjöunda sæti, en Katrín Tanja situr í 16. sæti. Björgvin Karl féll niður um fimm sæti milli greina og situr í áttunda sæti. Í dag verður svo keppt í þremur greinum, Echo Burner, Concept2 og The Mule, en upplýsingar um greinar dagsins, sem og morgundagsins má finna hér. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Fyrri grein dagsins heitir GORUCK en þar þurfa keppendur að leysa ýmsar þrautir með þungan bakpoka á bakinu á sem bestum tíma. Anníe kom fyrst kvenna í mark á 8 mínútum og 14 sekúndum, tæpum tuttugu sekúndum á undan Gabriela Migala sem komst næst henni. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þuríður Erla Helgadóttir varð sjötta í greininni og Katrín Tanja Davíðsdóttir þrettánda. Í karlaflokki gerði Björgvin Karl Guðmundsson vel og lenti í þriðja sæti. Seinni grein dagsins kallast Bella Complex, en þar keppast keppendur um að lyfta sem mestri þyngd í jafnhendingu, axlapressu, hnébegju og svo loks axlapressu aftur. Anníe varð sjötta í kvennaflokki, en hún lyfti 235 pundum, sem jafngildir tæpum 107 kílóum. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu náði besta árangrinum, og lyfti sér þar með upp fyrir Anníe í efsta sæti. Eftir daginn situr Anníe Mist því í öðru sæti Rogue Invitational með 175 stig, 15 stigum minna en Toomey í fyrsta sætinu. Þuríður Erla féll niður um eitt sæti á milli greina og situr í sjöunda sæti, en Katrín Tanja situr í 16. sæti. Björgvin Karl féll niður um fimm sæti milli greina og situr í áttunda sæti. Í dag verður svo keppt í þremur greinum, Echo Burner, Concept2 og The Mule, en upplýsingar um greinar dagsins, sem og morgundagsins má finna hér.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira