Níutíu og sex greindust í gær: Árshátíð ríkislögreglustjóra aflýst Snorri Másson skrifar 30. október 2021 12:04 Grímuskylda er ekki við lýði á Íslandi, en heilbrigðisráðherra hvetur fólk þó til þess að bera grímur á fjölmennum viðburðum. Allsherjaraflétting 18. nóvember má segja að hafi verið slegin út af borðinu. Vísir/Vilhelm Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og faraldurinn er stöðugt á uppleið að sögn yfirlögregluþjóns. Árshátíð embættis ríkislögreglustjóra átti að vera haldin í kvöld, en henni hefur verið aflýst í ljósi stöðunnar. Staðan er þung á Selfossi. Ljóst er orðið að ný bylgja af kórónuveirufaraldrinum er skollin á hér á landi. Yfirvöld hafa enn ekki viljað grípa til hertra samkomutakmarkana vegna þróunarinnar en láta nægja að brýna fyrir almenningi að fara varlega. Þannig skrifar heilbrigðisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag að full ástæða sé til þess að nota grímur í margmenni, enda þótt það sé ekki skylda. Sú skylda var afnumin fyrir skemmstu og aðrar takmarkanir með. Veiran komin út um allt 96 smit eru jafnmörg og greindust fyrir tveimur dögum og dagurinn í dag jafnar þar með metdag þessarar bylgju. Áður höfðu ekki greinst svo mörg smit frá því í sumar. Tilslakanir tóku síðast gildi 19. október en síðan hefur þróunin verið á sífellt verri veg í faraldrinum. „Við vorum búin að segja að það myndi líklega gerast að þegar farið væri í tilslakanir sæjum við ekki annað í því en að þetta færi í þessa átt. Þetta hefur alltaf gert það þegar við höfum farið í tilslakanir. Nú erum við búin að prófa þetta fimm sinnum eða hvað það er, að herða og slaka og ég held að þetta verði bara þannig. Við erum að fara inn í vetur þar sem Covid verður og við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því og draga djúpt andann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna. Víðir hvetur fólk til þess að fara með mikilli gát og fara í hraðpróf ef stórir viðburðir eru áformaðir. Ríkislögreglustjóri hefur til dæmis aflýst sinni árshátíð sem átti að vera um helgina. Fjórir eru á gjörgæslu á Landspítalanum samkvæmt nýjustu upplýsingum og öll von virðist úti um allsherjarafléttingu 18. nóvember eins og stefnt var að. „Ef maður horfir á heildarmyndina er nýgengið á leiðinni upp, það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem er í einangrun og það hefur verið fjölgun á innlögnum undanfarið og tölfræðin segir okkur að við þurfum að búast við því að þeim fjölgi áfram sem þurfi að vera á Landspítalanum, miðað við það sem sjáum á aldursdreifingunni og þetta er komið bara einhvern veginn út um allt,“ segir Víðir. Á Twitter má sjá sýnatökuröðina á Selfossi: Sýnataka á Selfossi þennan morguninn. Það verða 4000 smit á mánudaginn. Lásuð það fyrst hér! pic.twitter.com/ZMV94GxtgD— Maggi Peran (@maggiperan) October 30, 2021 Nokkur fjöldi smitaðra á Selfossi Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru í sóttkví og smitin eru víða um land. Það er þung staða á sjúkrahúsinu á Selfossi að sögn Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Mikið hefur verið um smit á Selfossi og löng röð er í sýnatöku. „Fyrir þessa törn sem við erum að ganga inn í núna vorum við með í kringum 50 og eitthvað smit á Suðurlandi, 20 og eitthvað á Selfossi en ég á alveg von á að sjá þessar tölur hækka eitthvað núna á næstu dögum,“ segir Díana. Smit í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa þannig lamað skólastarfið í nokkra daga og víðar í skólum á Selfossi hafa smit verið að greinast. Díana heldur í vonina að fólk fari nú með gát vegna ástandsins þrátt fyrir að margir séu farnir að þrá frelsið. Fólk hafi almennt skilning á að nú þurfi að fara varlega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ljóst er orðið að ný bylgja af kórónuveirufaraldrinum er skollin á hér á landi. Yfirvöld hafa enn ekki viljað grípa til hertra samkomutakmarkana vegna þróunarinnar en láta nægja að brýna fyrir almenningi að fara varlega. Þannig skrifar heilbrigðisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag að full ástæða sé til þess að nota grímur í margmenni, enda þótt það sé ekki skylda. Sú skylda var afnumin fyrir skemmstu og aðrar takmarkanir með. Veiran komin út um allt 96 smit eru jafnmörg og greindust fyrir tveimur dögum og dagurinn í dag jafnar þar með metdag þessarar bylgju. Áður höfðu ekki greinst svo mörg smit frá því í sumar. Tilslakanir tóku síðast gildi 19. október en síðan hefur þróunin verið á sífellt verri veg í faraldrinum. „Við vorum búin að segja að það myndi líklega gerast að þegar farið væri í tilslakanir sæjum við ekki annað í því en að þetta færi í þessa átt. Þetta hefur alltaf gert það þegar við höfum farið í tilslakanir. Nú erum við búin að prófa þetta fimm sinnum eða hvað það er, að herða og slaka og ég held að þetta verði bara þannig. Við erum að fara inn í vetur þar sem Covid verður og við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því og draga djúpt andann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna. Víðir hvetur fólk til þess að fara með mikilli gát og fara í hraðpróf ef stórir viðburðir eru áformaðir. Ríkislögreglustjóri hefur til dæmis aflýst sinni árshátíð sem átti að vera um helgina. Fjórir eru á gjörgæslu á Landspítalanum samkvæmt nýjustu upplýsingum og öll von virðist úti um allsherjarafléttingu 18. nóvember eins og stefnt var að. „Ef maður horfir á heildarmyndina er nýgengið á leiðinni upp, það fjölgar stöðugt í þeim hópi sem er í einangrun og það hefur verið fjölgun á innlögnum undanfarið og tölfræðin segir okkur að við þurfum að búast við því að þeim fjölgi áfram sem þurfi að vera á Landspítalanum, miðað við það sem sjáum á aldursdreifingunni og þetta er komið bara einhvern veginn út um allt,“ segir Víðir. Á Twitter má sjá sýnatökuröðina á Selfossi: Sýnataka á Selfossi þennan morguninn. Það verða 4000 smit á mánudaginn. Lásuð það fyrst hér! pic.twitter.com/ZMV94GxtgD— Maggi Peran (@maggiperan) October 30, 2021 Nokkur fjöldi smitaðra á Selfossi Tæpur helmingur þeirra sem greinast eru í sóttkví og smitin eru víða um land. Það er þung staða á sjúkrahúsinu á Selfossi að sögn Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Mikið hefur verið um smit á Selfossi og löng röð er í sýnatöku. „Fyrir þessa törn sem við erum að ganga inn í núna vorum við með í kringum 50 og eitthvað smit á Suðurlandi, 20 og eitthvað á Selfossi en ég á alveg von á að sjá þessar tölur hækka eitthvað núna á næstu dögum,“ segir Díana. Smit í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa þannig lamað skólastarfið í nokkra daga og víðar í skólum á Selfossi hafa smit verið að greinast. Díana heldur í vonina að fólk fari nú með gát vegna ástandsins þrátt fyrir að margir séu farnir að þrá frelsið. Fólk hafi almennt skilning á að nú þurfi að fara varlega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira