Varar við mikilli hættu í vetur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2021 14:53 Gunnar Geir Gunnarsson deilarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Aðsend Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól. Nú er vetur genginn í garð með tilheyrandi myrkri og hálku á götum borgarinnar. Fyrir notendur rafhlaupahjóla getur færð því orðið reglulega varasöm. „Minnsta hálka getur valdið mjög slæmum slysum á rafhlaupahjólum,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, og telur bagalegt að rafhlaupahjólin séu ekki á nagladekkjum. „Þau [rafmagnshlaupahjólin] eru þannig, að minnstu misfellur láta fólk missa jafnvægið. Það er í raun og veru miklu meiri hætta á að detta á þeim hjólum, af því dekkin eru svo lítil. Þá má lítið út af bregða af því handföngin eru svo stutt. Fólk er með hendurnar svo þétt upp að líkamanum að það nær jafnvel ekki að bera þær fyrir sig ef það dettur,“ segir Gunnar. „Stærra vandamál en reiðhjólin“ Gunnar segir að mikilvægt að allir noti hjálm, hvort sem um reiðhjól eða rafhlaupahjól sé um að ræða. Hjálmnotkun virðist ívið minni þegar rafhlaupahjól eiga í hlut en Gunnar segir að notkun hjálma á „leiguhjólum“ sé nánast engin. Fólk eigi að nota hjálm við öll tilefni. „Við erum að sjá miklu fleiri slys núna, alvarlegri slys, á rafhlaupahjólum heldur en reiðhjólum, sem segir okkur að þetta er orðið í raun stærra vandamál heldur en reiðhjólin. Þar af leiðandi er enn meira áríðandi að menn noti hjálm á þessum tækjum,“ segir Gunnar. Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar hafi áhyggjur af komandi vetri, þar sem færð verður líklega töluvert verri en var yfir sumarið. Umferð Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25 Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Nú er vetur genginn í garð með tilheyrandi myrkri og hálku á götum borgarinnar. Fyrir notendur rafhlaupahjóla getur færð því orðið reglulega varasöm. „Minnsta hálka getur valdið mjög slæmum slysum á rafhlaupahjólum,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, og telur bagalegt að rafhlaupahjólin séu ekki á nagladekkjum. „Þau [rafmagnshlaupahjólin] eru þannig, að minnstu misfellur láta fólk missa jafnvægið. Það er í raun og veru miklu meiri hætta á að detta á þeim hjólum, af því dekkin eru svo lítil. Þá má lítið út af bregða af því handföngin eru svo stutt. Fólk er með hendurnar svo þétt upp að líkamanum að það nær jafnvel ekki að bera þær fyrir sig ef það dettur,“ segir Gunnar. „Stærra vandamál en reiðhjólin“ Gunnar segir að mikilvægt að allir noti hjálm, hvort sem um reiðhjól eða rafhlaupahjól sé um að ræða. Hjálmnotkun virðist ívið minni þegar rafhlaupahjól eiga í hlut en Gunnar segir að notkun hjálma á „leiguhjólum“ sé nánast engin. Fólk eigi að nota hjálm við öll tilefni. „Við erum að sjá miklu fleiri slys núna, alvarlegri slys, á rafhlaupahjólum heldur en reiðhjólum, sem segir okkur að þetta er orðið í raun stærra vandamál heldur en reiðhjólin. Þar af leiðandi er enn meira áríðandi að menn noti hjálm á þessum tækjum,“ segir Gunnar. Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar hafi áhyggjur af komandi vetri, þar sem færð verður líklega töluvert verri en var yfir sumarið.
Umferð Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25 Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25
Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57