Jóhann Berg lék allan leikinn í fyrsta sigri Burnley | Palace með óvæntan sigur í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 16:21 Jóhann Berg vann loks leik. Nigel French/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Burnley vann óvæntan 3-1 sigur á Brentford og Crystal Palace vann enn óvæntari sigur á Etihad-vellinum í Manchester. Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00
Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13
Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26