Mönnunarkrísa á Landspítala getur leitt til takmarkana fyrir almenning Snorri Másson skrifar 30. október 2021 19:15 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, segir stöðuna tvísýna. Vísir/Egill Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný, að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel. Landspítalinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel.
Landspítalinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira