Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2021 23:46 Jóhann Rúnar Skúlason er ekki lengur landsliðsmaður Íslands í hestaíþróttum. Rut Sigurðardóttir Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins. Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins.
Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira