Enski boltinn

Nuno rekinn frá Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nuno Espírito Santo þarf að leita sér að nýju starfi.
Nuno Espírito Santo þarf að leita sér að nýju starfi. getty/Visionhaus

Nuno Espírito Santo hefur verið sagt upp sem knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham.

Nuno stýrði Tottenham í síðasta sinn þegar liðið tapaði 0-3 fyrir Manchester United á heimavelli í fyrradag.

Portúgalinn tók við Tottenham í sumar en entist aðeins fjóra mánuði í starfi. Áður en Nuno tók við Spurs stýrði hann Wolves í fjögur ár með góðum árangri.

Tottenham byrjaði tímabilið vel og vann fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir vikið var Nuno valinn stjóri ágúst-mánaðar í ensku úrvalsdeildarinnar. Síðan hefur hallað hressilega undan fæti og Spurs hefur tapað fimm af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Nuno skilur við Tottenham í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki.

Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Tottenham eru Graham Potter og Antonio Conte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×