Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Snorri Másson skrifar 1. nóvember 2021 12:23 Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs furðaði sig á því í Silfrinu í gær, hve mikil viðbrögðin væru nú við innlögnum á sjúkrahús, miðað við hve hófleg þau voru í samanburði árið 2009, þegar svínaflensan reið yfir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir slíkan samanburð. Vísir Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. Tveir eru á gjörgæslu, annar í öndunarvél en hinn, sem er á fertugsaldri, í hjarta- og lungnavél. 72 greindust með Covid-19 innanlands í gær og 58 á laugardaginn. 96 á föstudeginum. Sóttvarnalæknir hyggst enn ekki senda inn beinar tillögur að hertum aðgerðum en fylgist vel með þróuninni. „Við erum bara í bylgju, það er bara þannig. Það er bara spurningin, tekst okkur að halda þessu einhvern veginn á þessum nótum, eða fer þetta enn hærra upp, eða nær þetta eitthvað að fara niður,“ segir Þórólfur. Álagið á spítalann er að sögn sóttvarnalæknis orðið töluvert, enda tilfellin sem greinast það mörg. Göngudeildin finnur fyrir því og flutningskerfi slökkviliðsins. Sjö voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina en tíu útskrifaðir. Ekki sanngjarnt og ekki gott Ummæli Svanhildar Hólm Valsdóttur framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á RÚV í gær hafa vakið athygli, en þar bar hún saman ástandið á Landspítalanum nú og fyrir 12 árum, þegar svínaflensan reið yfir. Þá hafi 43 verið inniliggjandi verið flensu á spítalanum og 11 á gjörgæslu, en um helgina núna hafi 13 legið inni á spítalanum og fjórir á gjörgæslunni. 2009 hafi enginn verið að tala um sérstakar aðgerðir til að vernda spítalann en nú fari allt í baklás þegar smitum fjölgi eilítið. Hvað hefur breyst, spurði Svanhildur. „Þetta eru gjörólíkir sjúkdómar og það er ekki sanngjarnt að bera þetta svona saman. Þá er hollt að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu,“ segir Þórólfur. Staðreyndir, segir Þórólfur: Til dæmis hafi faraldurinn staðið mun skemur, frá september og til ársloka 2009. Það kom líka bóluefni tiltölulega fljótt sem var virkara og betra og kom í veg fyrir smit, þá hafi lyfið tamiflu virkað mjög vel ef það var gefið snemma. Að auki voru fleiri pláss á gjörgæslu þá en nú og loks var alvarleiki sjúkdómsins tíu sinnum minni af völdum svínaflensunnar en af völdum Covid-19. „Þar fyrir utan hefur þetta staðið lengur, sem eykur þreytuna í öllu kerfinu. Það er ekki sanngjarnt og rauninni ekki gott finnst mér að menn beri þetta svona saman(ef menn vilja gera það á annað borð,“ segir Þórólfur. Orð þeirra sem tala hvað fjálgleglast fyrir því að aflétta hér öllu, einkennast þau að þínu mati af samúðarleysi við aðstæður starfsfólks á sjúkrahúsinu? „Já, ég held að það nú óhætt að segja það. Mér finnst að menn tali ansi frjálslega um spítalann og getu hans, fólk sem er kannski ekkert að kynna sér það neitt sérstaklega. En ég held að ef menn eru að tala um afléttingar, þá þurfi menn líka að tala um afleiðingar af því. Til hvaða ráða á að grípa ef hlutirnir versna enn meira á spítalanum, hvað á þá að gera? Það verður að taka umræðuna alla leið,“ segir Þórólfur. „Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um?“ Sóttvarnalæknir var fyrir skemmstu sakaður um hræðsluáróður af Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sömuleiðis gagnrýndi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Þórólf fyrir það sem hún taldi vafasaman rökstuðning hans með sóttvarnaraðgerðum. Áslaug talaði um miðjan mánuð fyrir því að hér yrði öllum takmörkunum aflétt. Spurður út í þessa umræðu nú þegar smitum hefur fjölgað verulega og það án meiriháttar tilslakana, segir Þórólfur: „Ja, nú spyr ég þig, var ég með hræðsluáróður? Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um? Erum við í þessari góðu stöðu sem menn töldu sig vera í og hefur ástandið ekki versnað? Mér finnst svarið nokkuð augljóst: Nei, ég var ekki með hræðsluáróður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Tveir eru á gjörgæslu, annar í öndunarvél en hinn, sem er á fertugsaldri, í hjarta- og lungnavél. 72 greindust með Covid-19 innanlands í gær og 58 á laugardaginn. 96 á föstudeginum. Sóttvarnalæknir hyggst enn ekki senda inn beinar tillögur að hertum aðgerðum en fylgist vel með þróuninni. „Við erum bara í bylgju, það er bara þannig. Það er bara spurningin, tekst okkur að halda þessu einhvern veginn á þessum nótum, eða fer þetta enn hærra upp, eða nær þetta eitthvað að fara niður,“ segir Þórólfur. Álagið á spítalann er að sögn sóttvarnalæknis orðið töluvert, enda tilfellin sem greinast það mörg. Göngudeildin finnur fyrir því og flutningskerfi slökkviliðsins. Sjö voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina en tíu útskrifaðir. Ekki sanngjarnt og ekki gott Ummæli Svanhildar Hólm Valsdóttur framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á RÚV í gær hafa vakið athygli, en þar bar hún saman ástandið á Landspítalanum nú og fyrir 12 árum, þegar svínaflensan reið yfir. Þá hafi 43 verið inniliggjandi verið flensu á spítalanum og 11 á gjörgæslu, en um helgina núna hafi 13 legið inni á spítalanum og fjórir á gjörgæslunni. 2009 hafi enginn verið að tala um sérstakar aðgerðir til að vernda spítalann en nú fari allt í baklás þegar smitum fjölgi eilítið. Hvað hefur breyst, spurði Svanhildur. „Þetta eru gjörólíkir sjúkdómar og það er ekki sanngjarnt að bera þetta svona saman. Þá er hollt að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu,“ segir Þórólfur. Staðreyndir, segir Þórólfur: Til dæmis hafi faraldurinn staðið mun skemur, frá september og til ársloka 2009. Það kom líka bóluefni tiltölulega fljótt sem var virkara og betra og kom í veg fyrir smit, þá hafi lyfið tamiflu virkað mjög vel ef það var gefið snemma. Að auki voru fleiri pláss á gjörgæslu þá en nú og loks var alvarleiki sjúkdómsins tíu sinnum minni af völdum svínaflensunnar en af völdum Covid-19. „Þar fyrir utan hefur þetta staðið lengur, sem eykur þreytuna í öllu kerfinu. Það er ekki sanngjarnt og rauninni ekki gott finnst mér að menn beri þetta svona saman(ef menn vilja gera það á annað borð,“ segir Þórólfur. Orð þeirra sem tala hvað fjálgleglast fyrir því að aflétta hér öllu, einkennast þau að þínu mati af samúðarleysi við aðstæður starfsfólks á sjúkrahúsinu? „Já, ég held að það nú óhætt að segja það. Mér finnst að menn tali ansi frjálslega um spítalann og getu hans, fólk sem er kannski ekkert að kynna sér það neitt sérstaklega. En ég held að ef menn eru að tala um afléttingar, þá þurfi menn líka að tala um afleiðingar af því. Til hvaða ráða á að grípa ef hlutirnir versna enn meira á spítalanum, hvað á þá að gera? Það verður að taka umræðuna alla leið,“ segir Þórólfur. „Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um?“ Sóttvarnalæknir var fyrir skemmstu sakaður um hræðsluáróður af Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sömuleiðis gagnrýndi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Þórólf fyrir það sem hún taldi vafasaman rökstuðning hans með sóttvarnaraðgerðum. Áslaug talaði um miðjan mánuð fyrir því að hér yrði öllum takmörkunum aflétt. Spurður út í þessa umræðu nú þegar smitum hefur fjölgað verulega og það án meiriháttar tilslakana, segir Þórólfur: „Ja, nú spyr ég þig, var ég með hræðsluáróður? Hefur það ekki raungerst sem ég talaði um? Erum við í þessari góðu stöðu sem menn töldu sig vera í og hefur ástandið ekki versnað? Mér finnst svarið nokkuð augljóst: Nei, ég var ekki með hræðsluáróður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21