Auk Hagaskóla og Seljaskóla tóku Sæmundarskóli, Breiðholtsskóli, Vogaskóli, Háaleitisskóli, Dalsskóli og Foldaskóli þátt í undanúrslitakvöldinu á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Siguratriðin voru „Svefnleysi“ Seljaskóla og „Fokk þöggun“ frá Hagaskóla. Öll verkin eru frumsamin atriði.

Fellaskóli og Laugalækjarskóli fóru áfram í úrslit á fyrsta undanúrslitakvöldin sem fór fram í gærkvöldi. Langholtsskóli sigraði í keppninni í fyrra.
Atriði kvöldsins voru:
Sæmundarskóli - Ef allir væru eins
Breiðholtsskóli - Í lagi?
Vogaskóli – Sjálfsmynd
Hagaskóli - Fokk þöggun
Háteigsskóli - Af hverju?
Dalskóli – Daglegt brauð
Seljaskóli - Svefnleysi
Foldaskóli - Síðasta tréð