Erlent

Tveir eldri menn létust á tónleikum til heiðurs Abba

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Atvikið átti sér stað á tónleikastað við Vaksala-torg.
Atvikið átti sér stað á tónleikastað við Vaksala-torg.

Tveir menn, annar á níræðisaldri og hinn á sjötugsaldri, létust á tónleikum til heiðurs hljómsveitinni Abba í Uppsölum í gærkvöldi. Um slys var að ræða en eldri maðurinn datt niður af svölum og ofan á hinn.

Atvikið átti sér stað um hálftíma áður en tónleikarnir áttu að hefjast.

Að sögn talsmanns lögreglu lenti eldri maðurinn á tveimur öðrum, manni og konu. Maðurinn lést á leiðinni á sjúkrahús en konan, sem er á sjötugsaldri, slasaðist ekki lífshættulega.

Lögregla segist ekki vita nákvæmlega hvað gerðist en engin grunur er uppi um að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Um þúsund manns voru á staðnum þegar harmleikurinn átti sér stað og þar sem maðurinn féll niður beið fjöldi fólks eftir að vera hleypt inn.

Tónleikunum var aflýst.

SVT greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×