Útlit fyrir að framkvæmdum á Suðurlandsvegi ljúki ári á undan áætlun Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 10:22 Þessi kafli Suðurlandsvegar var opnaður nýverið. Vísir/Magnús Hlynur Útlit er fyrir að framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss muni ljúka um ári fyrir áætluð verklok. Mögulega verður hægt að opna fyrir umferð um nýja veginn næsta sumar eða haust. G Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að um þetta leyti sé verið að opna austasta kafla vegarins, þar sem beygt er upp á Þingvelli og Þrastarlund. „Síðan held ég að það séu mestar líkur á því að þetta verk einfaldlega klárist, þannig að það sé hægt að opna fyrir umferð næsta sumar eða haust. Það er þá ári á undan,“ sagði G. Pétur Frá framkvæmdum á Suðurlandsvegi eða nánar tiltekið undir Ingólfsfjalli.Vísir/Vilhelm Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við G. Pétur. Til að mynda var talað um lokun Norðfjarðarganga, göng yfir höfuð og það að umferðin á þjóðveginum í október hafi verið sú mesta hingað til. Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan. Norðfjarðargöngum var lokað fyrr í vikunni eftir að steypa hrundi úr lofti ganganna. Göngin eru enn lokuð að mestu leyti en flutningabílum er hleypt í gegn í hollum reglulega en hægt er að keyra minni bílum í gegnum Oddskarðsgöngin. G. Pétur sagði að ekki ætti að hrynja úr göngum en í þessu tilviki sé laust berglag fyrir ofan göngin á þessu svæði. Vandamálið við Ísland og jarðgöng sé að jarðfræðilega séð sé landið mjög ungt. Þetta hafi þó ekki verið mikið sem hrundi og slíkt sé mjög sjaldgæft. Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
G Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að um þetta leyti sé verið að opna austasta kafla vegarins, þar sem beygt er upp á Þingvelli og Þrastarlund. „Síðan held ég að það séu mestar líkur á því að þetta verk einfaldlega klárist, þannig að það sé hægt að opna fyrir umferð næsta sumar eða haust. Það er þá ári á undan,“ sagði G. Pétur Frá framkvæmdum á Suðurlandsvegi eða nánar tiltekið undir Ingólfsfjalli.Vísir/Vilhelm Farið var yfir víðan völl í viðtalinu við G. Pétur. Til að mynda var talað um lokun Norðfjarðarganga, göng yfir höfuð og það að umferðin á þjóðveginum í október hafi verið sú mesta hingað til. Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan. Norðfjarðargöngum var lokað fyrr í vikunni eftir að steypa hrundi úr lofti ganganna. Göngin eru enn lokuð að mestu leyti en flutningabílum er hleypt í gegn í hollum reglulega en hægt er að keyra minni bílum í gegnum Oddskarðsgöngin. G. Pétur sagði að ekki ætti að hrynja úr göngum en í þessu tilviki sé laust berglag fyrir ofan göngin á þessu svæði. Vandamálið við Ísland og jarðgöng sé að jarðfræðilega séð sé landið mjög ungt. Þetta hafi þó ekki verið mikið sem hrundi og slíkt sé mjög sjaldgæft.
Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Norðfjarðargöngum lokað vegna hruns úr lofti Norðfjarðargöngum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar var lokað í dag. Það var gert eftir að hrundi úr lofti ganganna. 1. nóvember 2021 14:06
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46