Frá þessu greindi landsstjórnin í dag, en faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu í Færeyjum síðustu daga og vikur . Síðustu daga hafa milli sextíu og hundrað greinst í Færeyjum á dag. Þannig greindust 76 á mánudaginn og 67 á sunnudaginn.
Samkvæmt nýjum reglum eiga skólar og daggæslustofnanir að loka ef smit kemur upp. Ráðgjafanefnd skóla- og frístundaráðs meti stöðuna í samráði við landlækni í hverju tilviki fyrir sig. Frístundastarfsemi barna og unglinga skulu sömuleiðis stöðvast ef smit kemur upp.
Íþróttaleikir mega fara fram en áhorfendur skulu bannaðir.
Varðandi komur fólks til Færeyja þá skulu allir fara í sýnatöku daginn eftir komu.